26. febrúar

Fasteignir í ríkiseigu - helstu niðurstöðutölur

  • Borgartún 7 þar sem Framkvæmdasýslan og fleiri ríkisstofnanir eru til húsa.
    Borgartún 7 þar sem Framkvæmdasýslan og fleiri ríkisstofnanir eru til húsa.

Framkvæmdasýslan byggir upp og viðheldur skrá yfir fasteignir ríkisins sem gagnast ráðuneytum og ríkisstofnunum við stjórn fasteignaumsýslu. Helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2019 eru komnar á vef FSR.

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) heldur utan um skráningu fasteigna í eigu ríkissjóðs samkvæmt 20. gr. laga um opinberar framkvæmdir. Þá veitir FSR þjónustu og upplýsingar til ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarfélaga og annarra aðila sem vinna við stjórn fasteignaumsýslu.

Helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2019 ásamt athugasemdum eru komnar á vef FSR og er að finna hér.