7. nóvember

Fangelsið á Hólmsheiði komið með umhverfisvottun

  • Þak - Keila og inngarður
    Þak - Keila og inngarður

Byggingin var að fá vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisvottunarkerfinu BREEAM

Merkur áfangi var að nást í fangelsinu á Hólmsheiði en byggingin er komin með umhverfisvottun að lokinni fullnaðarhönnun (e. post design) samkvæmt breska vottunarkerfinu BREEAM í flokknum „Very good“.

Á verktíma verkefnisins, júní 2013 til júní 2016, var stefnt að því að fangelsið á Hólmsheiði hlyti þessa vottun og var hönnuðum og verktaka gert að tryggja það í vinnu sinni til að tryggja sem bestan árangur með tilliti til umhverfisins. 

Fangelsið á Hólmsheiði er gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun skemmri fangelsisrefsinga og vararefsinga. 56 fangaklefar eru í fangelsinu en aðrar einingar fangelsisins eru aðkoma, varðstofur, heimsóknaraðstaða, vinnu- og frístundaaðstaða og stjórnunar- og starfsmannaaðstaða.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.