22. mars

Bygging gestastofu á Klaustri boðin út

Bygging 765 fermetra gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið boðin út í samstarfi FSR og Ríkiskaupa.


Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, kynnir opið útboð á uppbyggingu nýrrar GestastofuVatnajökulsþjóðarðs Kirkjubæjarklaustri.Gestastofan mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins. Byggingin er einna hæðar bygging með kjallara undir hluta hennar. Byggingin er hönnuð þannig að hún falli vel að landinu með gönguleiðum upp á þak byggingar og akstursbraut niður að kjallara húss. Húsið er að hluta til einangrað að utan og jarðvegur lagður að því, forsteyptumsteypueiningum og glerveggjakerfi. Þak er viðsnúið með ábræddum þakpappa og lagt með torfi. Ganga skal frá húsinu að utan og innan ásamt lóð full búnu til notanda.

Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir verksvæðið, sem var framkvæmt í sérstöku jarðvinnuútboði. Jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endurfylla í lagnaskurði undir og meðfram húsi. 

Verktaki tekur við þessum girðingum,aksturshliði og göngugirðingu, sér um að viðhalda þeim á verktíma. Byggingarreiturinn er í u.þ.b. tveggja kílómetra fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. Stærð lóðar er 63.235 m² og byggingarflötur er 765 m².

Skilafrestur gagna í útboðinu er 21.apríl kl. 12.00, en opnun verður kl. 13 sama dag.

Helstu magntölur:

  • Fyllingar ​​​7.000 m3
  • Mótauppsláttur​​​3.000m2
  • Steypa​ ​ ​ 550m3
  • ​Stálvirki​​ 5.100kg 
  • Frágangur innveggja, málun o.fl.. ​1.200 m2
  • Frágangur útveggja, málun o.fl.. ​ 870 m2
  • Frágangur gólfa, flísar, dúkur o.fl.. ​ 700 m2
  • Frágangur þaks. ​ ​ ​ 730 m2


Frekari upplýsingar er að finna á útboðsvef Ríkiskaupa.