18. september

Verið að breyta og byggja við byggingu nr. 179 á Keflavíkurflugvelli

  • 6061036

Um er að ræða nýja viðbyggingu og endurbætur á núverandi húsnæði þar sem starfrækt er mötuneyti, fyrirlestrasalur og tölvuver Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Byggingin er um 900 m² að stærð á einni hæð. Tilboði verktakans Bergraf ehf. í verkið var tekið þann 9. júlí 2018 og hófust framkvæmdir skömmu síðar. Áætluð verklok eru í lok mars 2019. Verkkaupi þessa verkefnis er Landhelgisgæsla Íslands og umsjón og eftirlit með því er í höndum FSR. Kostnaðaráætlun verksins er kr. 151.209.000 og var tilboð Bergraf ehf. eftir yfirferð FSR 151.535.765 kr. eða 100,22% af kostnaðaráætlun. 

Bygging 179 er skammt fyrir vestan Hlið 1 neðarlega á yfirlitsmyndinni hér að neðan:Landhelgisgaesla