30. júní

Áskoranir í þéttbýli - Nordic Built Cities Challange

  • Nordic Built
    Nordic Built The Challange

Áskorun í þéttbýli er samkeppni á vegum Nordic Built og byggir á Sáttmálanum (e. the Charter), þar sem 10 meginreglur eru settar fram fyrir lífvænlegar, snjallar og sjálfbærar borgir á Norðurlöndunum, þar sem tekið er tillit til orku, loftslags, efnahags og fólks. 

Markmiðið með áskoruninni er að þróa og breiða út boðskap um nýstárlegar þéttbýlislausnir og styðja við kynningu á þessum lausnum, og þannig stuðla að lífvænlegum, snjöllum og sjálfbærum borgum um allan heim.  

Alls voru send inn 37 verkefni, sem tengjast þéttbýli,  frá öllum Norðulöndunum. 6 verkefni hafa verið valin í Nordic Built Cities Challange, eitt verkefni frá hverju landi. Verkefni eru: 

  • SVÍÞJÓÐ: 
Hvar:

Sege Park, Malmö
Verkefni: Norrænn byggingarmáti sem byggist á samnýtingu og er fyrirmynd um hagkvæman og vistvænan lífstíl

  • NOREGUR: 
Hvar:

Trygve Lies Plass
Verkefni: Snjöll og vistvæn bæjarhönnun - endurnýjun samgöngumiðstöðvar á Trygve Lies Plass

  • FINLAND:
Hvar:

Kera Espoo
Verkefni: Hringrásarhagkerfið nýtt itl að breyta KERA-svæðinu úr íðnaðarsvæði í "20 mínútna hverfi"

  • ÍSLAND:
Hvar:

Kársneshöfn, KópavogiVerkefni: Vistvæn líflína

  • DANMÖRK:
Hvar:

Hans Tavsens Park og Korsgade, Kaupmannahöfn
Verkefni: Aðlögun að loftslagsbreytingum sem hvati að félags- og menningarlegri þróun í nærumhverfinu

  • FÆREYJAR:
Hvar:

Fjallshlíð í Runavík
Verkefni: Hin lóðrétta áskorun - Hvernig byggja má nýstárlegt og vistvænt fjölskylduhúsnæði í bröttu landslagi?
Næsta skref: 
Skilafrestur lausna er til 29. september 2015, þar sem vinningstillögur verða kynntar 3. febraúar 2016. 
Þann 17. júní 2016 verða vinningshafa hvers lands kynntir sem keppa svo um "Nordic Winner", sem verður kynntur haustið 2016.