10. október

Framkvæmdir á lóð Landspítalans komnar á skrið

  • Landspitali-frett
    Fráveitulögn í Götu 7 austan Læknagarðs. Ljósmynd: Ólafur M. Birgisson.

Uppúrtekt vegna nýrrar götu neðan Læknagarðs er vel á veg komin og vinna við fráveitulagnir hafin. Ný bílastæði fyrir starfsfólk Landspítala hafa verið tekið í notkun norðan við BSÍ. 

Verkefnið felst að meginhluta í jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna en einnig verður götuskipan, bílastæðum og lögnum breytt. Þær framkvæmdir sem standa yfir eru eftirfarandi:

Uppúrtekt vegna nýrrar götu neðan Læknagarðs er vel á veg komin og vinna við fráveitulagnir hafin. Ný bílastæði fyrir starfsfólk Landspítala hafa verið tekið í notkun norðan við BSÍ. Þar eru 150 ný stæði en á sama tíma er verið að taka bílastæði starfsmanna í austurhluta lóðar undir framkvæmdina. Á næstu dögum munu bætast við 85 bílastæði sem einnig verða staðsett norðan BSÍ.

Framkvæmdin er að dreifa úr sér þessa dagana og hefur uppúrtekt hafist með fram Barnaspítala ofan við gömlu Hringbraut. Þar er stefnt á að bergskeringar hefjist upp úr miðjum október 2018.

Verkkaupi er Nýr Landspítali ohf., verktaki er ÍAV hf. og umsjón og eftirlit er í höndum FSR. Samstarfsaðilar eru Landspítali og Veitur. Verklok eru áætluð fyrri hluta árs 2020.