27. janúar : 42 starfa þar sem 18 störfuðu áður

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR fjallaði meðal annars um verkefnamiðað vinnuumhverfi og fjarvinnu á nýsköpunardegi hins opinbera, sem haldinn var í vikunni. Í erindi hennar kom meðal annars fram að starfsfólk FSR hafi gert róttækar breytingar á  vinnuumhverfi sínu undanfarið, enda starfsfólki fjölgað úr 18 í 42 á þremur árum. 

20. janúar : Ný stefna og viðmið um skrifstofuhúsnæði komin út

Fjármála- og efnahagsráðuneytið (FJR) hefur gefið út stefnuskjal með áherslum og viðmið fyrir húsnæðismál stofnana. Meðal meginmarkmiða stefnunnar er hagkvæm og markviss húsnæðisnýting og fjölbreytt og sveigjanlegt vinnuumhverfi sem styðji við teymisvinnu og samstarf. 

19. janúar : Hvernig eru skrifstofur að breytast?

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR heldur erindi á nýsköpunardegi hins opinbera 21. janúar næstkomandi. Erindi hennar fjallar um hvernig Covid 19 flýtir þeirri þróun skrifstofuhúsnæðis sem var hafin þegar faraldurinn skall á. Hægt er að skrá sig til leiks hér