14. maí : Arkís sigrar samkeppni um 60 eininga hjúkrunarheimili á Húsavík

Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýtt 60 eininga hjúkrunarheimili á Húsavík voru kynnt í beinni útsendingu á YouTube í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti úrslit samkeppninnar af skrifstofu sinni í Reykjavík í gegnum fjarfundabúnað, en „viðstaddir“ voru þátttakendur í samkeppninni. Þar fyrir utan fylgdist hátt á annað hundrað með útsendingunni á YouTube. 

13. maí : Úrslit í hönnunarsamkeppni í beinni

Rafrænni hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík lýkur á úrslitastund fimmtudaginn 14. maí þegar heilbrigðisráðherra kynnir vinningstillögur í beinni útsendingu á YouTube. 

12. maí : Framkvæmdir hafnar við Gullfoss

Framkvæmdir við endurnýjun göngustíga og útsýnispalls við Gullfoss eru hafnar. Verkefnið er unnið í umboði Umhverfisstofnunar og er ætlað að bæta aðstæður ferðafólks til að skoða fossinn.

5. maí : Góður gangur í Húsi íslenskunnar

Píningsvetur hefur ekki haft alvarlegar afleiðingar fyrir byggingu Húss íslenskunnar. Nú eru kjallari og fyrsta hæð risin að mestu og í dag var steypt linnulaust.