20. mars : Fyrsta hæð Húss íslenskunnar tekur á sig mynd

Vinna við Hús íslenskunnar hefur haldið áfram samkvæmt áætlun það sem af er ári. Veður í vetur hægði heldur á framkvæmdinni, sem þó er á þeim stað sem til stóð. Enn hefur Covid-19 faraldurinn ekki haft veruleg áhrif á byggingarframkvæmdirnar.

19. mars : Afgreiðsla FSR lokar

Afgreiðsla FSR hefur lokað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 faraldursins. 

18. mars : Húsavík: Mikil þáttaka í hönnunarsamkeppni

Dómnefnd í samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis á Húsavík bíður ströng dagskrá, en þrjátíu og tvær tillögur bárust í samkeppnina.

17. mars : Samningur um nýtt húsnæði Vegagerðarinnar undirritaður

Undirbúningsvinna við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hefur staðið yfir hjá FSR um nokkuð skeið. Síðastliðinn föstudag undirrituðu forstjóri Vegagerðarinnar og forstjóri Regins undir leigusamning um húsnæði í Garðabæ sem Reginn mun byggja og eiga, en leigja Vegagerðinni til langs tíma

6. mars : Framkvæmdir við viðbyggingu Alþingis komnar af stað

Á næstu vikum má búast við nokkrum titringi á Alþingi. Á lóð nýrrar byggingar Alþingis, nánar tiltekið. Verið er að reka niður stálþil sem marka mun reitinn og halda jarðvegi á sínum stað á meðan grunnur verður tekinn og kjallari byggingarinnar steyptur. Þilið mun verða í jarðveginum til frambúðar.

3. mars : Hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík

Framkvæmdasýsla ríkisins minnir á að lokaskil tillagna í hönnunarsamkeppni um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík er föstudaginn 6. mars.