14. desember : Uppsteypa skrifstofubyggingar Alþingis hafin

Uppsteypa nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hófst fyrir helgi. Steingrímur J. Sigfússon sýndi fagmannlega takta er 80 rúmmetrar steypu runnu í grunn nýju byggingarinnar.

26. nóvember : Ný viðmið um skipulag stærri heilsugæslustöðva gefin út

Framkvæmdasýslunni var falið að gefa út viðmið um stærð og skipulag heilsugæslustöðva. Ritið kom út í dag.

20. nóvember : Framkvæmdasýslan auglýsir eftir starfsfólki

Framkvæmdasýslan auglýsir um helgina fjögur störf laus til umsóknar

18. nóvember : Samningur um byggingu skrifstofuhúss Alþingis undirritaður

Alþingi og ÞG verktakar undirrituðu í dag samning um byggingu skrifstofubyggingar Alþingis.

5. nóvember : Framkvæmdir við svefnskála á Keflavíkurflugvelli hefjast í desember

Landhelgisgæslan og Alverk undirrituðu í vikunni samning um byggingu 50 rýma svefnskála á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Samningurinn var gerður í kjölfar alútboðs sem FSR auglýsti í maí síðastliðnum. Samningsupphæðin er 473 milljónir króna með virðisaukaskatti.

19. október : Framkvæmdir í Neskaupstað ganga vel

Framkvæmdir við gerð snjóflóðavarna fyrir Neskaupstað byggingu varnargarðs og keila ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi. Verkið var boðið út í apríl 2019, en verklok eru áætluð í desember 21.

Borgartun-7

5. október : Afgreiðsla FSR lokar vegna COVID-19

Afgreiðsla Framkvæmdasýslunnar verður lokuð um óákveðinn tíma vegna sóttvarnarráðstafana sem tengjast COVID-19 faraldrinum.

3. september : Tilboð í byggingu fyrir Alþingi opnuð

Tilboð í uppsteypu og fullnaðarfrágang skrifstofubyggingar Alþingis voru opnuð í dag. Fjögur tilboð bárust, en útboð var gert á EES svæðinu. 

28. júní : Viðbragðsaðilar undir eitt þak

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur undanfarið ár starfað með fjármála- og dómsmálaráðuneyti að hugmyndum um sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins.

12. júní : Nýtt skipurit FSR tekur gildi 1. september

Ör þróun undanfarinna ára kallar víða á breyttar áherslur.

9. júní : Hafró flytur í Fornubúðir

Föstudaginn 5. júní var mikið um dýrðir á Suðurbakka Hafnarfjarðarhafnar, þegar skip Hafrannsóknarstofnunar komu til bryggju eftir siglingu frá Reykjavík. Forseti Íslands tók þátt í hátíðarhöldum er Hafrannsóknarstofnun flutti formlega í Fornubúðir 5, sem verða nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar

8. júní : Rósa Gísladóttir sigraði samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar

Listakonan Rósa Gísladóttir var valin sigurvegari í samkeppni um listskreytingu í nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki, sem lauk í síðustu viku.

3. júní : Skatturinn og Skattrannsóknarstjóri leita framtíðarhúsnæðis

Um hvítasunnuhelgina birtist á í blöðum og á vef Framkvæmdasýslu ríkisins (FSR) auglýsing þar sem auglýst er eftir 9800 fermetra húsnæði sem hýsa mun starfsemi Skattsins og Skattrannsóknarstjóra (SRS). 

14. maí : Arkís sigrar samkeppni um 60 eininga hjúkrunarheimili á Húsavík

Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýtt 60 eininga hjúkrunarheimili á Húsavík voru kynnt í beinni útsendingu á YouTube í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti úrslit samkeppninnar af skrifstofu sinni í Reykjavík í gegnum fjarfundabúnað, en „viðstaddir“ voru þátttakendur í samkeppninni. Þar fyrir utan fylgdist hátt á annað hundrað með útsendingunni á YouTube. 

13. maí : Úrslit í hönnunarsamkeppni í beinni

Rafrænni hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík lýkur á úrslitastund fimmtudaginn 14. maí þegar heilbrigðisráðherra kynnir vinningstillögur í beinni útsendingu á YouTube. 

12. maí : Framkvæmdir hafnar við Gullfoss

Framkvæmdir við endurnýjun göngustíga og útsýnispalls við Gullfoss eru hafnar. Verkefnið er unnið í umboði Umhverfisstofnunar og er ætlað að bæta aðstæður ferðafólks til að skoða fossinn.

5. maí : Góður gangur í Húsi íslenskunnar

Píningsvetur hefur ekki haft alvarlegar afleiðingar fyrir byggingu Húss íslenskunnar. Nú eru kjallari og fyrsta hæð risin að mestu og í dag var steypt linnulaust.

21. apríl : Rafræn heimsókn yngri ráðgjafa í Hús íslenskunnar

22. apríl halda Samtök Iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga í rafræna heimsókn í Hús íslenskunnar, sem nú rís á Melunum í Reykjavík. Meðal dagskrárliða í heimsókninni verður kynning verkefnastjóra FSR á VÖR hugmyndafræðinni sem þróuð hefur verið innan stofnunarinnar.

20. apríl : Sjálfbærni í byggingariðnaði - ókeypis fyrirlestrar i fjarnámi

Iðan og Grænni byggð bjóða upp á ókeypis námskeið í sjálfbærni fyrir byggingariðnaðinn. Námskeiðið verður haldið 29. apríl kl. 9 árdegis.

7. apríl : Fjöldi útboða í gangi

Um þessar mundir er nokkur fjöldi útboða í gangi á vegum Framkvæmdasýslunnar. Sem stendur er óskað eftir tilboðum í sjö verkefni á vegum stofnunarinnar.

20. mars : Fyrsta hæð Húss íslenskunnar tekur á sig mynd

Vinna við Hús íslenskunnar hefur haldið áfram samkvæmt áætlun það sem af er ári. Veður í vetur hægði heldur á framkvæmdinni, sem þó er á þeim stað sem til stóð. Enn hefur Covid-19 faraldurinn ekki haft veruleg áhrif á byggingarframkvæmdirnar.

19. mars : Afgreiðsla FSR lokar

Afgreiðsla FSR hefur lokað um óákveðinn tíma vegna Covid-19 faraldursins. 

18. mars : Húsavík: Mikil þáttaka í hönnunarsamkeppni

Dómnefnd í samkeppni um hönnun hjúkrunarheimilis á Húsavík bíður ströng dagskrá, en þrjátíu og tvær tillögur bárust í samkeppnina.

17. mars : Samningur um nýtt húsnæði Vegagerðarinnar undirritaður

Undirbúningsvinna við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar hefur staðið yfir hjá FSR um nokkuð skeið. Síðastliðinn föstudag undirrituðu forstjóri Vegagerðarinnar og forstjóri Regins undir leigusamning um húsnæði í Garðabæ sem Reginn mun byggja og eiga, en leigja Vegagerðinni til langs tíma

6. mars : Framkvæmdir við viðbyggingu Alþingis komnar af stað

Á næstu vikum má búast við nokkrum titringi á Alþingi. Á lóð nýrrar byggingar Alþingis, nánar tiltekið. Verið er að reka niður stálþil sem marka mun reitinn og halda jarðvegi á sínum stað á meðan grunnur verður tekinn og kjallari byggingarinnar steyptur. Þilið mun verða í jarðveginum til frambúðar.

3. mars : Hönnunarsamkeppni um hjúkrunarheimili á Húsavík

Framkvæmdasýsla ríkisins minnir á að lokaskil tillagna í hönnunarsamkeppni um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík er föstudaginn 6. mars. 

25. febrúar : Geðheilsuteymi suður fær framtíðarhúsnæði

Geðheilsuteymi HH suður var stofnað sl. haust. Teymið fær nú samastað til frambúðar, eftir undirritun leigusamnings Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Regin. 

17. febrúar : Grænar áherslur ríkjandi hjá FSR

Byggingaiðnaðurinn í heiminum er talinn ábyrgur fyrir meira en þriðjungi allrar losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Framkvæmdasýsla Ríkisins tekur þá skyldu sína alvarlega að stuðla að minni losun og öðrum umhverfisáhrifum við byggingu og rekstur húsnæðis.

7. febrúar : Mesta framkvæmd Alþingis í 140 ár hafin

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis tóku í vikunni fyrstu skóflustungurnar að nýrri skrifstofubyggingu Alþingis, sem ætlunin er að verði tilbúin 2023.

Með því urðu þau tímamót að hafnar eru mestu framkvæmdir sem Alþingi hefur ráðist í frá byggingu sjálfs þinghússins, sem vígt var 1881. 

23. janúar : Verkefni fyrir 9,3 milljarða boðin út 2020

Framkvæmdasýsla ríkisins, Ríkiseignir, Landspítalinn háskólasjúkrahús áætla að framkvæmdaverkefni fyrir 9,3 milljarða verði boðin út á þessu ári, þar af er áætlað að Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) bjóði út verkefni fyrir 7,5 milljarða. Þetta kom fram í kynningu Guðrúnar Ingvarsdóttur forstjóra FSR á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins í dag.