24. júní : Basalt og Efla hlutskörpust í samkeppni um hjúkrunarheimili á Höfn

BASALT arkítektar ásamt verkfræðistofunni EFLU voru hlutskarpastir í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Höfn í Hornafirði. Sautján tillögur bárust, þrjár hlutu verðlaun og tvær viðurkenningu.