20. desember : Hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Hafin er hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík. Samkeppnin er haldin í samstarfi við Ariktektafélag Íslands.

10. desember : Hús íslenskunnar rís - heimildaþáttaröð, 1. þáttur

Framkvæmdasýslan í samstarfi við Happdrætti Háskóla Íslands og Ístak stendur að gerð stuttra heimildarþátta um bygging Húss íslenskunnar. 

 

 

skóflustunga árborg hjúkrunarheimili

22. nóvember : Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis í Árborg hafin

Heilbrigðisráðherra og bæjarstjóri Árborgar munduðu í dag skóflurna og hófu jarðvinnu fyrir byggingu sextíu rýma hjúkrunarheimilis fyrir íbúa í sveitarfélögum á Suðurlandi. Byggingaframkvæmdir hefjast af fullum krafti í desember.

Urban arkitektar ehf. og LOOP architects aps. hlutu 1. verðlaun í samkepni um hjúkrunarheimili Árborg

19. nóvember : Hafist handa um byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg

Framkvæmdasýsla ríkisins og Sveitarfélagið Árborg hafa samþykkt að ganga til samninga við Eykt ehf um byggingu hjúkrunarheimilis sem rísa mun á Selfossi. Fyrsta skóflustungan verður tekin í vikunni.

22. október : Landlæknir flytur á Höfðatorg

Landlæknir hefur undirritað leigusamning við Regin um húsnæði fyrir embættið og flytur embættið á Höfðatorg 1. nóvember næstkomandi. 

11. október : Aukin áhersla á ódýrara og umhverfisvænna húsnæði

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar var meðal þátttakenda í hringborðsumræðum norrænna byggingamálaráðherra með forstjórum úr norrænum byggingariðnaði sem fram fór á Hótel Sögu í gær. 

27. september : Framkvæmdir við Hús íslenskunnar á undan áætlun

Framkvæmdir ganga vel við Hús íslenskunnar. Uppsteypa á sökklum bílakjallara og aðalbyggingar eru hafnar.

24. september : Tækifæri til aukinnar skilvirkni rædd í Edinborg

Nýverið fór ársþing PuRE-net fram í Edinborg. Framkvæmdasýslan gerðist aðili að samtökunum í ágúst 2018 fyrir Íslands hönd. Þáttakendur frá Íslandi nú voru FSR, Ríkiseignir og fjármálaráðuneyti. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísland á fulltrúa á þinginu. Yfirskrift þingsins var "Erum við klár í framtíðina" 

2. september : Nýsköpunarmót FSR haldið í fyrsta sinn

Starfsfólk Framkvæmdasýslu ríkisins hélt í sumar Nýsköpunarmót sem ætlað var að finna nýjar hugmyndir til að bæta og auka þjónustu stofnunarinnar. Alls bárust 24 tillögur frá 11 höfundum, hópum og einstaklingum. 

13. ágúst : Sýning Gagarín á Þingvöllum fær tvenn alþjóðleg verðlaun

Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín vann nýverið til tvennra alþjóðlegra verðlauna fyrir margmiðlunarsýningu sína í Gestastofunni á Hakinu á Þingvöllum, sem FSR hafði umsjón með fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Sýningin var opnuð haustið 2018 og hefur notið mikilla vinsælda gesta þjóðgarðsins.

11. júlí : Hús íslenskunnar: Undirbúningur framkvæmda hafinn

Fyrsti verkfundur vegna Húss íslenskunnar fór fram í vikunni. Hafinn er undirbúningur fyrir byggingu hússins, sem áætlað er að ljúki á árinu 2023. 

UAR-samstarf

5. júlí : Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Framkvæmdasýslan í aukið samstarf

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins undirrituðu í morgun yfirlýsingu um aukið samstarf milli ráðuneytisins og Framkvæmdasýslunnar.

24. júní : Basalt og Efla hlutskörpust í samkeppni um hjúkrunarheimili á Höfn

BASALT arkítektar ásamt verkfræðistofunni EFLU voru hlutskarpastir í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili sem byggt verður á Höfn í Hornafirði. Sautján tillögur bárust, þrjár hlutu verðlaun og tvær viðurkenningu.

Kranar

29. maí : Fjölgað í starfsmannahópi FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að tveimur starfsmönnum vegna aukinna verkefna.

Hús íslenskra fræða

10. maí : Hús íslenskunnar verður að veruleika

Gengið hefur verið að tilboði ÍSTAKS byggingaframkvæmdir á Húsi íslenskunnar, sem rísa mun við Arngrímsgötu á Melunum í Reykjavík.  Heildarkostnaður við bygginguna er áætlaður 6.214,4 milljónir króna, 

16. apríl : Sjúkrahótelið er ein grænasta bygging landsins

Sjúkrahótel LSH, sem var formlega afhent 31. janúar síðastliðinn, er eitt umhverfisvænasta hús landsins. 

TS-betri-mynd

22. mars : Tryggingastofnun fékk afhent húsnæðið að Hlíðasmára 11 í gær

Húsnæðið í Hlíðasmára 11 í Kópavogi er á fjórum hæðum og um 2.560 fermetrar að stærð. Starfsfólk Tryggingastofnunar vinnur nú að því að koma sér fyrir í húsnæðinu og mun starfsemin hefjast þar formlega hinn 1. apríl nk.

Blaa-Lonid-1

18. mars : Fyrirlestrar frá Steinsteypudeginum 2019 aðgengilegir

Góð þátttaka var á Steinsteypudeginum 15. febrúar síðastliðinn. Nú er hægt að nálgast fyrirlestrana á vefsíðu Steinsteypufélags Íslands.

GIogBB_1552406435644

12. mars : Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti sér starfsemi FSR

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, heimsótti FSR í dag. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, kynnti fyrir honum starfsemi FSR, það sem er á döfinni og tækifæri í eflingu starfseminnar á komandi árum. 

Framkvaemdir-10

11. mars : Hringbrautarverkefnið - framkvæmdafréttir

Unnið er að endurgerð bílastæða norðan við Eirberg, nýjum bílastæðum við Hvannargötu (Neðstu götu), jarðvinnu og uppsteypun lagnagangs meðfram Kvennadeild. Framkvæmdir standa yfir við Barnaspítala og uppsteypun tengigangs, unnið er við veitulagnir við Gömlu Hringbraut, jarðvegsframkvæmdir standa yfir við nýjan meðferðarkjarna, lagnatengingar vestan við Læknagarð, ný bílastæði tekin í notkun austan við Hvannargötu og ný þvottastöð fyrir vinnuvélar.

Veröld - hús Vigdísar

8. mars : FSR auglýsir eftir verkefnastjóra upplýsinga- og kynningarmála

Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að drífandi og framsýnum liðsmanni til að leiða upplýsinga- og kynningarmál stofnunarinnar.

Graen-skref-2

5. mars : FSR hefur lokið skrefi tvö af fimm í Grænum skrefum í ríkisrekstri

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti FSR viðurkenningu í dag fyrir að hafa lokið skrefi tvö í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. 

Borgartún 7 þar sem Framkvæmdasýslan og fleiri ríkisstofnanir eru til húsa.

26. febrúar : Fasteignir í ríkiseigu - helstu niðurstöðutölur

Framkvæmdasýslan byggir upp og viðheldur skrá yfir fasteignir ríkisins sem gagnast ráðuneytum og ríkisstofnunum við stjórn fasteignaumsýslu. Helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2019 eru komnar á vef FSR.

Idnthing-2019

22. febrúar : Skráning er hafin á Iðnþing 2019

Iðnþing 2019 verður haldið í Hörpu fimmtudaginn 7. mars kl. 14.00. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð. 

Framkvaemdir-10

21. febrúar : Hringbrautarverkefnið - framkvæmdafréttir

Lokun Gömlu Hringbrautar, jarðvegsframkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna, framkvæmdir við Barnaspítala og Gamla spítala, þverun Laufásvegar og unnið að bílastæðum á suðaustur svæðinu. 

Blue Lagoon Iceland

18. febrúar : Bláa Lónið Retreat, hótel og heilsulind, með áherslu á mynsturvegg, hlaut Steinsteypuverðlaunin 2019

Steinsteypuverðlaunin voru afhent í áttunda sinn á Steinsteypudeginum 15. febrúar 2019 á Grand Hótel Reykjavík. 

Steinsteypuverdlaun-2019

12. febrúar : Æsispennandi dagskrá á Steinsteypudeginum 2019

Steinsteypudagurinn 2019 verður haldinn föstudaginn 15. febrúar á Grand hótel kl. 8.30-16.30. Dagskráin er fjölbreytt og spennandi og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Hellissandur-Arkis_1549893254981

11. febrúar : Í útboði: Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi - Jarðvinna

FSR, fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðuneytis, kynnir opið útboð á framkvæmdum við jarðvinnu og að girða af verksvæði fyrir fyrirhugað hús þjóðgarðsmiðstöðvar á Hellissandi. 

Lokun-gomlu-Hringbrautar

8. febrúar : Gömlu Hringbraut lokað vegna jarðvegsframkvæmda

Í dag var Gömlu Hringbraut lokað vegna jarðvegsframkvæmda við byggingu nýs meðferðarkjarna sem er hluti af Hringbrautarverkefninu.

Arkitekt-skipulagsgafa

1. febrúar : Ert þú arkitekt með skipulagshæfni?

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) leitar að drífandi og framsýnum liðsmönnum til að taka þátt í spennandi verkefnum á sviði opinberra framkvæmda, húsnæðisöflunar og tengdrar stefnumörkunar. Í boði eru fjölbreytt verkefni, sveigjanleiki í starfi og tækifæri til starfsþróunar hjá þekkingarstofnun í vexti.

31. janúar : Afhending sjúkrahótels við Landspítala Hringbraut í dag

Formleg afhending nýs sjúkrahótels við Landspítala á Hringbraut verður kl. 14 í dag. Sjúkrahótelið er fyrsta nýbyggingin í heildaruppbyggingunni sem fram undan er í Hringbrautarverkefninu.

Gamla-Hringbraut-lokun

29. janúar : Hluti gömlu Hringbrautar lokar í febrúar 2019 vegna framkvæmda á Nýjum Landspítala - Hringbrautarverkefnið

Stefnt er að lokun 8. febrúar 2019 sem mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi strætó. 

BVV-verkefnisstjori

28. janúar : Vilt þú taka þátt í að efla íslenskan byggingariðnað?

Íslenski byggingavettvangurinn (BVV) óskar eftir að ráða öflugan verkefnisstjóra með frumkvæði og áhuga á umbótum í byggingariðnaði.

Utbodsthing-GI

25. janúar : Útlit fyrir að árið 2019 verði mikið framkvæmdaár

Á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins voru kynntar fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á vegum hins opinbera fyrir tæpa 128 milljarða króna. Það er um 50 milljörðum króna meira en í fyrra. 

Lykiltolur

19. janúar : Ný skýrsla FSR: Minnkandi framúrkeyrsla ríkisframkvæmda á síðustu árum

Framkvæmdasýsla ríkisins var að gefa út skýrsluna Lykiltölur úr skilamötum FSR 1998-2016. Samanburður raunkostnaðar og áætlana sem sýnir að umtalsverð framúrkeyrsla í ríkisframkvæmdum heyrir til undantekninga.

IBV

18. janúar : FSR nýr stofnaðili Íslenska byggingavettvangsins

FSR var að bætast í hóp stofnaðila Íslenska byggingavettvangsins  en honum er ætlað að efla innviði, auka samkeppnishæfni og efla samtal innan byggingageirans um hagsmunamál hans.

Utbodsthing2019

17. janúar : Skráning á Útboðsþing Samtaka Iðnaðarins í fullum gangi

Það styttist í hið árlega Útboðsþing Samtaka iðnaðarins þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir helstu opinberra framkvæmdaaðila eru kynntar. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, verður með kynningu á verkframkvæmdum ríkisins.

9. janúar : Fjórir nýir starfsmenn hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig tvo nýja verkefnastjóra á sviði frumathuguna og áætlunargerðar, einn á fagsvið verklegra framkvæmda og skilamata og loks teymisstjóra greininga og stefnumótunar sem er nýtt starfssvið innan FSR. 

Steinsteypuverdlaun-2019

2. janúar : Hvaða steinsteypta mannvirki verður mannvirki ársins árið 2019?

Steinsteypufélag Íslands óskar eftir tilnefningum til Steinsteypuverðlaunanna 2019 til 20. janúar næstkomandi.