Fyrsti-verkfundur

26. júlí : Fyrsti verkfundur í nýjum áfanga við Hringbrautarverkefnið (Nýr Landspítali) var haldinn í morgun

Að megin hluta er um jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna að ræða en einnig verður götuskipan, bílastæðum og lögnum breytt.

Prufa-2

25. júlí : Ársskýrsla 2017 aðgengileg á vef FSR

Í ársskýrslunni er meðal annars ársreikningur lagður fram, farið yfir meginverkefni FSR og birt stutt samantekt yfir fasteignir í ríkiseigu. Þá er stefnuskjal FSR hluti af ársskýrslu stofnunarinnar í fyrsta sinn.

Valmúi

19. júlí : Sumarlokun FSR 2018

Skrifstofa FSR verður lokuð frá mánudeginum 23. júlí til og með föstudeginum 3. ágúst næstkomandi. Vinsamlega sendið erindi á netfangið fsr@fsr.is. Í neyðartilfellum hafið samband í síma: 618 3388.

Thyrluflug

18. júlí : Þyrluflug með snjóflóðavarnir á Siglufirði

Í gær hóf Köfunarþjónustan ehf. flug með snjóflóðagrindur í Hafnarfjall á Siglufirði. Gert er ráð fyrir að flugið taki 3-4 daga. 

12. júlí : Meðferð persónuupplýsinga

FSR hefur birt á vefsíðu sinni upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá stofnuninni. 

Thingpallar-thyrla

11. júlí : Uppsetning þingpalla er hafin vegna hátíðarfundar á Þingvöllum 18. júlí 2018

Hátíðarfundur Alþingis verður haldinn á Þingvöllum þann 18. júlí næstkomandi en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. 

Hringbrautarverkefnid

6. júlí : Framkvæmdir að hefjast við Hringbrautarverkefnið í kjölfar jarðvinnuútboðs

NLSH ohf. hefur í samvinnu við FSR samið við lægstbjóðanda, ÍAV, vegna GVL-verkefnis (götur, veitur og lóð) og jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann. 

Fyrsta skrefi í Grænum skrefum í ríkisrekstri lokið.

5. júlí : FSR hefur lokið fyrsta skrefinu í Grænum skrefum í ríkisrekstri

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti FSR viðurkenningu í dag fyrir að hafa lokið skrefi eitt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. 

3. júlí : Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra. 
Snjoflodagrindur

2. júlí : Síðustu mælingu stoða í snjóflóðagrindur á Siglufirði lokið

Búið er að mæla og ákveða lengdir á öllum stoðum í snjóflóðagrindur 3. áfanga snjóflóðavarna ofan byggðar á Siglufirði.