Jol2018

19. desember : Jólakveðja frá FSR

FSR óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Skrifstofa FSR verður opin 27. og 28. desember yfir jól og áramót. Reglulegur opnunartími hefst svo á ný miðvikudaginn 2. janúar. 

Fornleifagr

19. desember : Opnun tilboða í fornleifagröft á lóð við stjórnarráðshúsið

Tvö tilboð bárust í verkefnið lóð við stjórnarráðshúsið, Lækjargötu 1 - fornleifagröftur. 

Fjallid-yfirlitsmynd

17. desember : Fyrirhugað útboð á verkframkvæmd við varnarvirki í Norðfirði

Almennt útboð á framkvæmdum við varnargarð og 16 varnarkeilur neðan Urðarbotns og Sniðgils í Neskaupstað er fyrirhugað um mánaðamótin janúar/febrúar 2019.

Sfi

12. desember : Steinsteypudagurinn 2019

Hinn árlegi Steinsteypudagur á vegum Steinsteypufélags Íslands verður haldinn föstudaginn 15. febrúar 2019 á Grand Hótel.

Framkvaemdir-10

7. desember : Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir

Inngangur Barnaspítala færður, vinna við lagnaskurð sunnan Barnaspítala, framkvæmdir við gamla spítala, bílastæði við Eirberg, endurbætur á bílastæðum við Eirberg, stækkun bílastæða við Læknagarð, framkvæmdir neðan Hringbrautar, verkskil sjúkrahótelsins og stefnt að lokun gömlu Hringbrautar 7. janúar 2019.

Steypa

6. desember : Sementsfestun fyrr og nú

Fyrirlestrar, myndir og umfjöllun um málstofu um sementsfestun sem Steinsteypufélag Íslands og Mannvit buðu upp á nýlega er nú aðgengileg.

OB1.verdl

3. desember : Niðurstöður samkeppna um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og um skipulag Stjórnarráðsreits

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti í dag verðlaun fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og opnaði sýningu á tillögum í framkvæmdasamkeppni um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og hugmyndasamkeppni um skipulag Stjórnarráðsreits í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 

Fmos_1538144612213

29. nóvember : Hvað er vistvæn bygging?

Vistvæn bygging grundvallast á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem leitast er við að mæta þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum.

Skoflustunga

23. nóvember : Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir

Framkvæmdir við Barnaspítala og gamla spítalann, bílastæði við Læknagarð, ný bílastæði við Eirberg, landmótun austan Læknagarðs, hita- og vatnsveita austan við BSÍ, uppsetning þvottastöðvar og endurgerð bílastæða við Geðdeild.

Grofustunga

19. nóvember : Fyrsta gröfustungan að nýbyggingu Byggðastofnunar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, tók fyrstu gröfustungu að nýbyggingu Byggðastofnunar á Sauðárkróki föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn.  

Samstarfssamningur

15. nóvember : Samstarfssamningur Framkvæmdasýslu ríkisins og Ríkiskaupa

Forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Guðrún Ingvarsdóttir, og forstjóri Ríkiskaupa, Halldór Sigurðsson, undirrituðu samning um verklag vegna þjónustu við útboð, innkaup, leiguverkefni og önnur verkefni sem stofnanirnar hafa samstarf um fimmtudaginn 14. nóvember 2018.

Medferdarkjarni

13. nóvember : Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir

Verið er að vinna við lagnaskurð sunnan Barnaspítala. Framkvæmdir standa yfir við gamla spítalann, Læknagarð og sjúklingabílastæði við Eirberg.

Kubbi

12. nóvember : Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði

Verkið fól í sér að setja upp stoðvirki úr stáli (e. snow bridges) til snjóflóðavarna á upptakasvæðum snjóflóða í Bröttuhlíð í Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. 

Urgangsstjornun

9. nóvember : Úrgangsstjórnun í vottuðum verkefnum

Úrgangsstjórnun á verkstað er einn af þeim þáttum sem metnir eru í vistvottunarkerfinu BREEAM sem Framkvæmdasýslan styðst við í öllum stærri verkefnum á vegum stofnunarinnar.

2. nóvember : Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra. 
Husnaedisthing-mynd_1540988815982

31. október : Upptökur frá Húsnæðisþingi 2018

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, hélt erindi sem nefnist Sjónarhorn framkvæmdaaðila undir liðnum Fasteignamarkaðurinn á árlegu Húsnæðisþingi sem velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður stóðu fyrir í gær. Upptökur frá þinginu með öllum erindunum eru nú aðgengilegar. 

Ljósmynd: Vigfús Birgisson

26. október : Vilt þú taka þátt í uppbyggingu íslensks samfélags?

Framkvæmdasýsla ríkisins leitar að öflugum liðsmönnum til að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum á sviði opinberra framkvæmda, húsnæðisöflunar og tengdrar stefnumörkunar. Í boði eru fjölbreytt verkefni, sveigjanleiki í starfi og tækifæri til starfsþróunar hjá þekkingarstofnun í vexti. 
G-P

25. október : Skrifað var undir tvo húsaleigusamninga fyrir Landspítala í dag

Um er að ræða Eiríksgötu 5 sem verður breytt í göngudeildarhúsnæði og Skaftahlíð 24 sem verður skrifstofuhúsnæði Landspítala. 

Graenni_byggd_logo-02

22. október : Vistbyggðarráð heitir nú Grænni byggð

Grænni byggð er vettvangur um vistvæna þróun byggðar. FSR var stofnaðili árið 2010. 
Skoflustunga

15. október : Fyrsta skóflustungan að nýjum meðferðarkjarna

Fyrsta skóflustungan að stærstu byggingu nýs Landspítala við Hringbraut var tekin um helgina. 

Landspitali-frett

10. október : Framkvæmdir á lóð Landspítalans komnar á skrið

Uppúrtekt vegna nýrrar götu neðan Læknagarðs er vel á veg komin og vinna við fráveitulagnir hafin. Ný bílastæði fyrir starfsfólk Landspítala hafa verið tekið í notkun norðan við BSÍ. 

IMG_0584

5. október : Áfangi í framkvæmdunum á Arnarhvoli

Í vikunni fór fram öryggisúttekt á fyrsta hluta, það er 1. hæð og kjallara, í þriðja áfanga innanhússbreytinga á Arnarhvoli. 

Nlsh_1538401520372

1. október : Hringbrautarverkefnið - Framkvæmdafréttir

Framkvæmdir við bílastæði, lokun Vatnsmýrarvegar, lagnavinna og ný tenging fyrir strætó

Sigurgeir-sigurjonsson_skriduklaustur-4

28. september : Vistæni bygginga frá vöggu til grafar

FSR styðst við breska vistvottunarkerfið BREEAM í stærstu verkefnum stofnunarinnar. Vottunarkerfið stuðlar meðal annars að þverfaglegu samtali aðila í byggingariðnaði.

26. september : Keppendur hafa skilað samkeppnistillögum um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag á Stjórnarráðsreit

Dómnefndir munu nú fjalla um tillögurnar og verða úrslit kynnt í Safnahúsinu við Hverfisgötu mánudaginn 3. desember 2018.

Aukum-gaedi

21. september : Aukum gæði - Byggjum betur

Stafrænar upplýsingar um mannvirki (BIM) opna dyrnar að möguleikum til hagræðingar og minni sóunnar í byggingarferlinu. 
6061036

18. september : Verið að breyta og byggja við byggingu nr. 179 á Keflavíkurflugvelli

Um er að ræða nýja viðbyggingu og endurbætur á núverandi húsnæði þar sem starfrækt er mötuneyti, fyrirlestrasalur og tölvuver Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.

Graenni-byggd-malstofa

11. september : Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi

Góð mæting var á vinnustofuna „Hvað er umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi“ í síðustu viku sem Grænni byggð, Efla, Mannvit, Verkís og VA Arkitektar stóðu fyrir.

Ljósmynd: Vegamálun GÍH

7. september : Aðkoman stórbætt að náttúruperlunni Dynjandi

Aðkoma fyr­ir ferðafólk er orðin allt önn­ur og betri en hún var áður við fossinn Dynjanda á Vestfjörðum. 

3. áfangi stoðvirkja

4. september : Framkvæmdum lokið við 3. áfanga í uppsetningu stoðvirkja í N-Fífladölum í Hafnarfjalli á Siglufirði

Vinna við uppsetningu stoðvirkjanna hófst um miðjan ágúst 2015 og lokaúttekt fór fram 31. ágúst síðastliðinn.

Gerd-bilastaeda-grafid-fyrir-gotu-og-lagnaframkvaemdir

3. september : Hringbrautarverkefnið - Gerð bílastæða, grafið fyrir götu og lagnaframkvæmdir

Yfirlit framkvæmda sem eru í gangi eru bílastæðareitur A og B, lagning hitaveitu upp með Vatnsmýrarvegi, lagning kaldavatnslagnar frá Eiríksgötu og inn í aðalbyggingu, vegavinna við neðstu götu sunnan við Læknagarð og bílastæði við geðdeild Landspítala.

Tryggingastofnun flytur í Hlíðasmára

29. ágúst : Leigusamningur um húsnæði fyrir Tryggingastofnun ríkisins undirritaður

Þann 27. ágúst síðastliðinn var skrifað undir leigusamning um nýtt húsnæði fyrir Tryggingastofnun ríkisins.

28. ágúst : Upplýsingum bætt við persónuverndarstefnu FSR

Upplýsingum um Hafa samband-hnappinn á vefsíðu FSR var bætt við persónuverndarstefnuna í vikunni. 

Staekkun-gestastofu-a-hakinu

24. ágúst : Vígsla stækkaðrar gestastofu á Hakinu á Þingvöllum í dag

Með stækkun gestastofunnar er búið að stórbæta aðstöðu fyrir gesti þjóðgarðsins og setja upp glæsilega sýningu um sögu Þingvalla og náttúru.
Fyrsti-verkfundur

26. júlí : Fyrsti verkfundur í nýjum áfanga við Hringbrautarverkefnið (Nýr Landspítali) var haldinn í morgun

Að megin hluta er um jarðvinnu fyrir nýjan meðferðarkjarna að ræða en einnig verður götuskipan, bílastæðum og lögnum breytt.

Prufa-2

25. júlí : Ársskýrsla 2017 aðgengileg á vef FSR

Í ársskýrslunni er meðal annars ársreikningur lagður fram, farið yfir meginverkefni FSR og birt stutt samantekt yfir fasteignir í ríkiseigu. Þá er stefnuskjal FSR hluti af ársskýrslu stofnunarinnar í fyrsta sinn.

Valmúi

19. júlí : Sumarlokun FSR 2018

Skrifstofa FSR verður lokuð frá mánudeginum 23. júlí til og með föstudeginum 3. ágúst næstkomandi. Vinsamlega sendið erindi á netfangið fsr@fsr.is. Í neyðartilfellum hafið samband í síma: 618 3388.

Thyrluflug

18. júlí : Þyrluflug með snjóflóðavarnir á Siglufirði

Í gær hóf Köfunarþjónustan ehf. flug með snjóflóðagrindur í Hafnarfjall á Siglufirði. Gert er ráð fyrir að flugið taki 3-4 daga. 

12. júlí : Meðferð persónuupplýsinga

FSR hefur birt á vefsíðu sinni upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá stofnuninni. 

Thingpallar-thyrla

11. júlí : Uppsetning þingpalla er hafin vegna hátíðarfundar á Þingvöllum 18. júlí 2018

Hátíðarfundur Alþingis verður haldinn á Þingvöllum þann 18. júlí næstkomandi en þann dag var samningum um fullveldi Íslands lokið með undirritun sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918. 

Hringbrautarverkefnid

6. júlí : Framkvæmdir að hefjast við Hringbrautarverkefnið í kjölfar jarðvinnuútboðs

NLSH ohf. hefur í samvinnu við FSR samið við lægstbjóðanda, ÍAV, vegna GVL-verkefnis (götur, veitur og lóð) og jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann. 

Fyrsta skrefi í Grænum skrefum í ríkisrekstri lokið.

5. júlí : FSR hefur lokið fyrsta skrefinu í Grænum skrefum í ríkisrekstri

Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, afhenti FSR viðurkenningu í dag fyrir að hafa lokið skrefi eitt í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. 

3. júlí : Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra. 
Snjoflodagrindur

2. júlí : Síðustu mælingu stoða í snjóflóðagrindur á Siglufirði lokið

Búið er að mæla og ákveða lengdir á öllum stoðum í snjóflóðagrindur 3. áfanga snjóflóðavarna ofan byggðar á Siglufirði. 
Efnismidlun

26. júní : Hádegisheimsókn í Efnismiðlun Sorpu 27. júní

Sorpa hefur opnað Efnismiðlun sem einfaldar aðgengi verktaka, arkitekta og hönnuða að endurnýttu efni. 

Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims.  Myndin er fengin frá Vísi.

25. júní : Samræma frekar reglur á Norðurlöndum

Stefnt er að því að gera Norðurlöndin að samþættasta byggingamarkaði heims. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað og auðvelda fyrirtækjum að starfa á milli Norðurlandanna.

Sólarfrí

20. júní : Sólarfrí frá kl. 12.00 í dag, miðvikudaginn 20. júní

Opnað verður að nýju á morgun.
Medferdarkjarni

15. júní : Opnun tveggja tilboða - Hringbrautarverkefnið

Í vikunni var opnun tilboða í fullnaðarhönnun á nýju rannsóknarhúsi og í jarðvinnu við nýtt þjóðarsjúkrahús.
Nlsh

14. júní : Kynningarfundur um Hringbrautarverkefnið

Kynningarfundur var haldinn á vegum NLSH á Fosshóteli 13. júní 2018.

D-svaedi-b-01

29. maí : Áformaður fornleifagröftur bak við hús Stjórnarráðsins

Ráðgert er að kanna mannvistarleifar undir jarðvegssverðinum á baklóð Stjórnarráðshússins að Lækjargötu 1 í haustbyrjun vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda. 

22. maí : Nýr starfsmaður hjá FSR

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fengið til liðs við sig nýjan verkefnastjóra
Bim-island

15. maí : Breyting á félagsaðild í BIM Ísland

Til stendur að BIM Ísland verði opið öllum hagaðilum innan byggingariðnaðarins
Si_1525773635088

8. maí : Verkefnamiðað vinnuumhverfi Sjúkratrygginga

Sjúkratryggingar Íslands flutti alla starfsemi sína við Vínlandsleið nýlega þar sem starfsfólk er í teymisrýmum. 

Skipurit-FSR-2018

2. maí : Nýtt skipurit FSR

Þann 1. maí 2018 tók gildi nýtt skipurit FSR með tveimur nýjum fagsviðum og stoðþjónustu. 

Hlíðasmári 11

30. apríl : Tryggingastofnun flytur í Kópavog

Áætlað er að Tryggingastofnun flytji í leiguhúsnæði að Hlíðasmára 11, Kópavogi, í nóvember 2018

Vigfus-Birgisson--2-

27. apríl : Græn sveifla einkenndi fyrsta Vistbyggðardaginn

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, hélt erindi um grænar áherslur FSR í nútíð og framtíð á vel heppnuðum Vistbyggðardegi í gær. 
Fjarviddarmynd-sed-ur-sudvestri

26. apríl : Styttist í útboð Húss íslenskra fræða

Stefnt er að útboði verklegrar framkvæmdar Húss íslenskra fræða í sumar og að framkvæmdir hefjist í haust. Verklok eru áætluð árið 2021. Byggingin mun rísa við Arngrímsgötu 5.

Málþing um grænni byggð

17. apríl : Málþing um grænni byggð

Stórglæsileg dagskrá er komin fyrir Vistbyggðardaginn / Málþing um grænni byggð fimmtudaginn 26. apríl nk. í Veröld - húsi Vigdísar. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSR, verður með erindi ásamt öðrum innlendum og erlendum fagaðilum.

9. apríl : Samkeppnir um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið og skipulag á Stjórnarráðsreit

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. forsætisráðuneytisins, býður til tveggja opinna samkeppna. Annars vegar er um að ræða framkvæmdasamkeppni um 1.200 m² viðbyggingu við gamla Stjórnarráðshúsið. Hins vegar er um að ræða hugmyndasamkeppni um skipulag svokallaðs Stjórnarráðsreits sem markast af Ingólfsstræti, Skúlagötu, Klapparstíg og Lindargötu.

Framkvæmdir utanhúss í fullum gangi

5. apríl : Uppsetning sýningar að hefjast á Hakinu á Þingvöllum

Í stækkaðri gestastofu er að verða til glæsileg sýning.

Páskafrí

28. mars : Gleðilega páska

Lokað verður hjá FSR yfir páskana, 29. mars til 2. apríl nk.

20. mars : Óskað er eftir verðtilboðum í leigu og uppsetningu á sviðspöllum

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd skrifstofu Alþingis, óskar eftir verðtilboðum frá þjónustuaðilum í leigu og uppsetningu sviðspalla á Þingvöllum í tilefni aldarafmælis fullveldis Íslands. 

Ljósmynd: Vigfús Birgisson

19. mars : Vilt þú taka þátt í framþróun byggðs umhverfis?

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir til að takast á við krefjandi og skapandi verkefni á jákvæðan og faglegan hátt.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson þingmaður

16. mars : Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Hafrannsóknastofnunar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Gunnarsson þingmaður tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu fyrir Hafrannsóknastofnun að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði í gær.

Ljósmynd: AKS arkitektar

13. mars : Starfsmenn Sjúkratrygginga Íslands í verkefnamiðuðu vinnuumhverfi

Starfsmenn stofnunarinnar eru í teymisrýmum, það er hafa ekki fasta starfsstöð og skilja hverju sinni við hana eins og þeir komu að henni. 

Myndin var tekin á Verk og vit 2016.

7. mars : Verk og vit 2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8.–11. mars 2018 í Laugardalshöll. 

Steinsteypudagurinn á vegum Steinsteypufélags Íslands

27. febrúar : Steinsteypudagurinn 2018

Hinn árlegi Steinsteypudagur á vegum Steinsteypufélags Íslands verður haldinn föstudaginn 9. mars 2018 á Grand Hótel kl. 12.30-17.00.

Borgartún 7 þar sem Framkvæmdasýslan og fleiri ríkisstofnanir eru til húsa.

21. febrúar : Fasteignir í ríkiseigu

Helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2018 á vef FSR.

Byggingaridnadur

13. febrúar : Hvernig byggjum við meira? Afkastageta íslensks byggingariðnaðar

Íbúðalánasjóður og Íslenski byggingavettvangurinn standa fyrir opnum fundi um afkastagetu og framleiðni í íslenskum byggingariðnaði fimmtudaginn 15. febrúar kl. 12.00 í Borgartúni 21.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, hjá eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf.

9. febrúar : Leigusamningur um nýtt húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun undirritaður

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Jón Rúnar Halldórsson, hjá eignarhaldsfélaginu Fornubúðum ehf., undirrituðu í gær leigusamning um nýtt húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun.

Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., undirrita leigusamning um húsnæði fyrir dómstólasýsluna.

6. febrúar : Leigusamningur um húsnæði fyrir dómstólasýsluna undirritaður

Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., undirrituðu leigusamning um húsnæði fyrir dómstólasýsluna að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík í dag.

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins 2018

29. janúar : Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var vel sótt

Fulltrúar 10 opinberra aðila kynntu fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árlegu útboðsþingi Samtaka iðnaðarins. 

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins 2018

22. janúar : Skráning á útboðsþing Samtaka iðnaðarins, föstudaginn 26. janúar 2018, er í fullum gangi

Á útboðsþinginu verða fyrirhugaðar framkvæmdir helstu opinberra framkvæmdaaðila kynntar. Guðrún Ingvarsdóttir, nýskipaður forstjóri FSR, er ein af þeim sem verður með kynningu á verkframkvæmdum ríkisins. 

Skjaldamerki Íslands

16. janúar : Guðrún Ingvarsdóttir skipuð í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Guðrúnu Ingvarsdóttur í embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. 

Vesturálma eftir breytingar

5. janúar : Framkvæmdir nýhafnar á Arnarhvoli

Framkvæmdir við þriðja áfanga í endurbótum innanhúss á Arnarhvoli eru nýhafnar.