22. mars : Bygging gestastofu á Klaustri boðin út

Bygging 765 fermetra gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið boðin út í samstarfi FSR og Ríkiskaupa.

Innigarður Húss íslenskunnar

14. mars : Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið

Framkvæmdir við Hús íslenskunnar fóru af stað 30. ágúst 2019, er menntamálaráðherra undirritaði verksamning við ÍSTAK um byggingu hússins.

Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á undan áætlun. Uppsteypu hússins lauk fyrir skömmu og er lokun hússins á lokametrunum. Framundan er lagnavinna og bygging innviða hússins.

26. febrúar : FSR sigraði Lífshlaupið

Lífshlaupinu 2021 lauk um hádegi 25. febrúar. Niðurstaðan í keppni fyrirtækja með starfsfólk á bilinu 30-69 varð sú að FSR sigraði.