Fasteignir í ríkiseigu

Hér er að finna helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2019 ásamt athugasemdum.

Ríkissjóður er stærsti einstaki fasteignaeigandi í landinu. Samkvæmt 20. gr. laga um opinberar Gjaldskraframkvæmdir heldur Framkvæmdasýslan utan um skráningu fasteigna í eigu ríkissjóðs. Til að tryggja að opinber skráning fasteigna í ríkiseigu sé sem réttust er fylgst með þinglýstum réttindum og færslu eigna í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Þegar misræmis verður vart eru færslur leiðréttar í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, annaðhvort með þinglýsingu eða sambandi við sveitarfélög og/eða fasteignaskrá. Framkvæmdasýslan veitir þjónustu og upplýsingar til ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarfélaga og annarra aðila sem vinna við stjórn fasteignaumsýslu. 

Upphaflega var haldið utan um eignaskrá ríkisins í fjármálaráðuneytinu eða fram til 1995. Verkefnið var síðan tekið upp að nýju 2005 og vistað í Fasteignum ríkissjóðs en fært til Framkvæmdasýslunnar árið 2014. Frá því stofnunin tók við verkefninu hefur skráning ríkiseigna batnað mikið og upplýsingar um rekstraraðila þeirra orðið aðgengilegri. 

Undanfarið ár hefur Þjóðskrá Íslands unnið að kerfisbreytingum og uppfærslum á fasteignaskránni. Framsetning gagna hefur tekið miklum breytingum og aukin áhersla er á birtingu fasteignaréttinda á grundvelli þinglýstra gagna frá sýslumannsembættum. Þá hafa fjármála- og efnahagsráðuneyti og Þjóðskrá Íslands gert með sér samkomulag um skráarhald fasteignaskrár ríkisins. Framkvæmd samkomulagsins er í höndum Framkvæmdasýslunnar fyrir hönd ráðuneytisins.

Hér að neðan eru samanteknar helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2019 ásamt athugasemdum.

Fasteignir miðað við eignarhluta (fjárhæðir í þús.)

Tegund eigna
 Fjöldi Flatarmál Fasteignamat Brunabótamat EndurstofnverðAfskrifað endurstofnverð
Hús og mannvirki
 954 896.637 164.447.952 269.448.358 286.547.036 226.748.606
Jarðir og eyðibýli
 445  6.480.486 13.958.644 15.898.814 11.572.012
Landréttindi 573  12.258.885   
Hlunnindi og ræktun
 74  239.649 323.762 363.470 260.507
Samtals 2.046  183.426.972 283.730.764 302.809.320 238.581.125

Fasteignir – heildarstærðir (fjárhæðir í þús.)

Tegund eigna
 Fjöldi FlatarmálFasteignamat
 BrunabótamatEndurstofnverð
Afskrifað endurstofnverð
Hús og mannvirki
 954 974.674 177.424.460 295.398.399 313.510.550 248.547.765
Jarðir og eyðibýli
 445  6.536.092 14.035.167 15.989.217 11.629.631
Landréttindi 573  12.235.217   
Hlunnindi og ræktun
 74  214.253 282.837 321.883 224.369
Samtals 2.046  196.410.022 309.716.403 329.821.650 260.401.765
Athugasemdir:

 • Gögnin byggja á þeim færslum í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands sem skráðar eru á ríkissjóð sem eiganda fasteignaréttinda.
 • Nokkur fjöldi eigna er hlutaeignir, í flestum tilfellum er eignarhluti á móti sveitarfélögum.
 • Jarðir eru ekki metnar í samræmi við reglur um viðmiðun við markaðsverð fasteigna.           
 • Eitthvað af grunnskólabyggingum hafa ekki verið færðar enn á sveitarfélög.                        
 • Skráning stærðar á jörðum og lóðum utan þéttbýlis er almennt ekki marktæk.   
 • Í fasteignaskránni er nokkuð breytilegt hvernig eignir og eignarhlutar eru felldir undir fastanúmer þeirra.                        
 • Samgöngumannvirki eru ekki metin í fasteignamati en engu að síður er eitthvað af landi undir þeim skráð fasteign á núlli.                        
 • Lóðir og landréttindi eru skráðar sem hluti hverrar færslu í lista yfir mannvirki og koma því ekki fram í lista yfir land.                        
 • Jörðum, ræktunar- og hlunnindasvæðum fylgir í mörgum tilfellum blandaður húsakostur sem þá er ekki skráður í lista yfir mannvirki.
 • Ríkissjóður á talsvert af landi sem gerðir hafa verið leigusamningar um og kemur ekki fram hér þar sem fasteignaréttindi á lóðum eru breytilega skráð á leigutaka eftir innihaldi samnings.
 • Fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands hefur að undanförnu gert miklar kerfisbreytingar, sérlega í birtingu fasteignaréttinda. Breytingarnar geta haft í för með sér að röng eða engin skráning
  ríkiseigna í þinglýsingarbók verður til þess, í einhverjum tilfellum, að ríkiseign hverfur af fasteignaskrá ríkisins eða eignir birtast í skránni sem ekki eiga þar heima. Vandamálið er
  ekki stærra en svo að það telst ekki hafa áhrif á niðurstöðu. Unnið er að því með Þjóðskrá Íslands og dómsmálaráðuneyti að lagfæra þær skekkjur sem þetta kann að valda.