Fasteignir í ríkiseigu

Ríkissjóður er stærsti einstaki fasteignaeigandi í landinu. Samkvæmt 20. gr. laga um opinberar Gjaldskraframkvæmdir heldur Framkvæmdasýslan utan um skráningu fasteigna í eigu ríkissjóðs. Til að tryggja að opinber skráning fasteigna í ríkiseigu sé sem réttust er fylgst með þinglýstum réttindum og færslu eigna í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Þegar misræmis verður vart eru færslur leiðréttar í samráði við fjármála- og efnahagsráðuneytið, annaðhvort með þinglýsingu eða sambandi við sveitarfélög og/eða fasteignaskrá. Framkvæmdasýslan veitir þjónustu og upplýsingar til ráðuneyta, ríkisstofnana, sveitarfélaga og annarra aðila sem vinna við stjórn fasteignaumsýslu. 

Upphaflega var haldið utan um eignaskrá ríkisins í fjármálaráðuneytinu eða fram til 1995. Verkefnið var síðan tekið upp að nýju 2005 og vistað í Fasteignum ríkissjóðs en fært til Framkvæmdasýslunnar árið 2014. Frá því stofnunin tók við verkefninu hefur skráning ríkiseigna batnað mikið og upplýsingar um rekstraraðila þeirra orðið aðgengilegri. Með nýjum lögum um opinber fjármál munu fasteignir verða færðar í efnahagsreikning ríkissjóðs og er það gert á grundvelli gagna frá Framkvæmdasýslu ríkisins.

Hér að neðan eru samanteknar helstu niðurstöðutölur úr eignaskrá ríkisins 2018 ásamt athugasemdum.

Fasteignir miðað við eignarhluta (fjárhæðir í þús.)

Tegund eigna
 Fjöldi Flatarmál Fasteignamat Brunabótamat EndurstofnverðAfskrifað endurstofnverð
Hús og mannvirki
 967 889.571 145.249.770 252.212.795 263.022.326 208.080.879
Jarðir og eyðibýli
 450  5.727.538 12.657.893 14.210.364 10.325.289
Landréttindi 552  11.863.660   
Hlunnindi og ræktun
 87  208.131 277.475 312.944 216.112
Samtals 2.056  163.049.098 265.148.163 277.545.634 218.622.280

Fasteignir – heildarstærðir (fjárhæðir í þús.)

Tegund eigna
 Fjöldi FlatarmálFasteignamat
 BrunabótamatEndurstofnverð
Afskrifað endurstofnverð
Hús og mannvirki
 967 968.585 156.898.888 276.644.551 287.993.578 228.243.995
Jarðir og eyðibýli
 450  5.778.725 12.729.778 14.294.574 10.378.768
Landréttindi 552  11.939.264   
Hlunnindi og ræktun
 87  232.448 314.237 349.685 248.345
Samtals 2.056  174.849.325 289.688.566 302.637.837 238.871.108
Athugasemdir:

  • Gögnin byggja á þeim færslum í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands sem skráðar eru á ríkissjóð sem eiganda fasteignaréttinda.
  • Nokkur fjöldi eigna er hlutaeignir, í flestum tilfellum er eignarhluti á móti sveitarfélögum.
  • Jarðir eru ekki metnar í samræmi við reglur um viðmiðun við markaðsverð fasteigna.           
  • Eitthvað af grunnskólabyggingum hafa ekki verið færðar enn á sveitarfélög.                        
  • Skráning stærðar á jörðum og lóðum utan þéttbýlis er almennt ekki marktæk.   
  • Í fasteignaskránni er nokkuð breytilegt hvernig eignir og eignarhlutar eru felldir undir fastanúmer þeirra.                        
  • Samgöngumannvirki eru ekki metin í fasteignamati en engu að síður er eitthvað af landi undir þeim skráð fasteign á núlli.                        
  • Lóðir og landréttindi eru skráðar sem hluti hverrar færslu í lista yfir mannvirki og koma því ekki fram í lista yfir land.                        
  • Jörðum, ræktunar- og hlunnindasvæðum fylgir í mörgum tilfellum blandaður húsakostur sem þá er ekki skráður í lista yfir mannvirki.
  • Ríkissjóður á talsvert af landi sem gerðir hafa verið leigusamningar um og kemur ekki fram hér þar sem fasteignaréttindi á lóðum eru breytilega skráð á leigutaka eftir innihaldi samnings.