Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði - Hönnunarsamkeppni

Útboð nr. 20908

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, hefur lokið hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði, nánar tiltekið á lóð nr. 29 við Víkurbraut.

Um er að ræða 30 rýma hjúkrunarheimili, en hluti þess eru endurbætur á núverandi hjúkrunarheimili, Skjólgarði, sem nýbyggingin mun tengjast.

Tvö fyrirspurnartímabil voru í samkeppninni og lauk því fyrra 15. mars 2019 en því síðara 8. apríl 2019. Skilafrestur tillagna var til 30. apríl 2019. Dómnefnd skilaði áliti sínu 20. júní 2019.

Samkeppnin fór fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES. Samkeppnin var með öllu rafræn; gögnum var skilað, þau skoðuð, metin og birt með rafrænum hætti.

Verðlaunatillaga:

1. verðlaun: Tillaga Basalt og Eflu

Önnur verðlaun:

2. verðlaun: Tillaga nr. 10

3. verðlaun - Tillaga nr. 9

Viðurkenning - Tillaga nr. 2

Viðurkenning - Tillaga nr. 8

Aðrar tillögur:

Tillaga nr. 1 - 30001

Tillaga nr. 3 - 1511202

Tillaga nr. 4 - 1878697

Tillaga nr. 5 - 2145095

Tillaga nr. 6 - 2709663

Tillaga nr. 7 - 2986082

Tillaga nr. 11 - 4100222

Tillaga nr. 12 - 4585000

Tillaga nr. 14 - 6083364

Tillaga nr. 15 - 6366116

Tillaga nr. 16 - 6562289

Tillaga nr. 17 - 9337152

Allar frekari upplýsingar um samkeppnina veitir Gíslína Guðmundsdóttir, verkefnastjóri FSR.