Nýtt hjúkrunarheimili á Höfn í Hornafirði - Hönnunarsamkeppni

Útboð nr. 20908

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar, býður til opinnar hönnunarsamkeppni (framkvæmdasamkeppni) um nýbyggingu hjúkrunarheimilis á Höfn í Hornafirði, nánar tiltekið á lóð nr. 29 við Víkurbraut.

Um er að ræða 30 rýma hjúkrunarheimili, en hluti þess eru endurbætur á núverandi hjúkrunarheimili, Skjólgarði, sem nýbyggingin mun tengjast.

Tvö fyrirspurnartímabil voru í samkeppninni og lauk því fyrra 15. mars 2019 en því síðara 8. apríl 2019. Skilafrestur tillagna var til 30. apríl 2019, en dómnefnd stefnir að því að niðurstaða verði kynnt fyrir 1. júní næstkomandi.

Veitt verða þrenn verðlaun að heildarupphæð 8 milljónir kr. og þar af verða fyrstu verðlaun að lágmarki 4 m.kr.

Samkeppnin fer fram í samvinnu við Arkitektafélag Íslands og er auglýst á EES.