Nýtt meðferðarheimili Barnavernarstofu

Fullbúið húsnæði óskast til leigu fyrir nýtt meðferðarheimili Barnaverndarstofu

Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir nýtt meðferðarheimili Barnaverndarstofu. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 25 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, gott aðgengi og næg bílastæði.

Húsrýmisþörf meðferðarheimilisins er áætluð um 1.000 fermetrar. Það skiptist  annars vegar í meðferðarhluta og hins vegar í þjónustuhluta:

  • Meðferðarhlutinn skal rúma aðstöðu fyrir 6 einstaklinga í tveimur aðskildum einingum (alls um 460 m2) og öryggis- og móttökurými fyrir 2 einstaklinga (um 110 m2).
  • Þjónustuhlutinn skal rúma sameiginleg rými, fjölskylduíbúð, skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og önnur stoðrými (um 430 m2).

Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði um það bil 25 talsins og hluti þeirra verði á vöktum. Húsnæðið getur verið í aðskildum tengdum byggingum.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is þriðjudaginn 27. september 2016.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, staðsetningar, stærðar húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingartíma, aðkomu og bílastæða.

Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 20421 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 31. október 2016 en svarfrestur er til og með 3. nóvember 2016.

Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 15:00 mánudaginn 7. nóvember 2016.

Merkja skal tilboðin; nr. 20421 – Leiga á húsnæði fyrir nýtt meðferðarheimili Barnaverndarstofu.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr.  a. lið 1. mgr. 6a. gr.

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar um:

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð húsnæðis og tillöguteikningar
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu,
  • Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð
  • Húsgjöld
  • Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag

Númer: 20421

Fyrirspurnarfrestur: 31.10.2016

Skilafrestur: 7.11.2016