Hafrannsóknastofnun

Fullbúið skrifstofu- og rannsóknarými auk geymslu, verkstæði og útgerðaraðstöðu óskast til leigu fyrir Hafrannsóknastofnun, æskilegt staðsetning er í grennd við hafnaraðstöðu

Ríkiskaup, fyrir hönd ríkissjóðs, óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 25 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar.

Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð alls um 5.150 fermetrar þar af eru um 3.750 fermetrar skrifstofu- og rannsóknarými og 1.400 fermetrar geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða sem æskilegt er að verði staðsett í námunda við skrifstofu- og rannsóknarýmið. Æskileg staðsetning stofnunarinnar er í grennd við hafnaraðstöðu.

Heimilt er að bjóða fram húsnæði fyrir alla starfsemina eða annan hvorn hlutann það er skrifstofu og rannsóknarými annars vegar og geymslu, verkstæði og útgerðaraðstöðu hins vegar.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is þriðjudaginn, 14. júní 2016.

Fyrirspurnir varðandi verkefni 20342 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa.

Fyrirspurnarfrestur rennur út 22. júní en svarfrestur er til og með 27. júní.

Húsnæði Hafrannsóknastofnunar skal vera á höfuðborgarsvæðinu og staðsett í umhverfi sem hæfir rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem tengist höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. Húsnæðið skal vera sýnilegt og með gott aðgengi.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, staðsetningu, afhendingatíma, aðkomu og fjölda bílastæða.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. a. lið 1. mgr. 6a. gr.

Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 3. ágúst 2016.
Merkja skal tilboðin: Nr. 20342 – Leiga á húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun.

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar:

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð húsnæðis og tillöguteikningar
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu
  • Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð
  • Húsgjöld
  • Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag

Áhugasömum aðilum verður gefinn kostur á því að kynna sér núverandi húsnæði Hafrannsóknastofnunar að Skúlagötu 4, þriðjudaginn 21. júní nk. frá kl. 10:00 til kl. 12:00.

Númer: 20342

Fyrirspurnarfrestur: 22.6.2016

Skilafrestur: 3.8.2016