Húsnæði fyrir hælisleitendur óskast til leigu

Húsnæði með vistarverum fyrir allt að 100 hælisleitendur óskast til leigu fyrir útlendingastofnun.

Ríkiskaup, fyrir hönd ríkissjóðs, óska eftir að taka á leigu húsnæð fyrir Útlendingastofnun fyrir vistarverur hælisleitenda. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 12 mánaða með möguleika á framlengingu til 12 mánaða. 

Leitað er að húsnæði fyrir allt að 100 einstaklinga. Um er að ræð 40-60 herbergi fyrir 1-2 einstaklinga og 8-10 íbúðir fyrir 2-4 einstaklinga. Miðað skal við að u.þ.b. 40 - 50 einstaklingar verði á sama stað. Til staðar skal vera lokað rými fyrir öryggisvörð og eftirlitskerfi. Gerð er krafa um að húsnæði sé á höfuðborgarsvæðinu eða nálægum sveitarfélögum þó eigi fjær en um 50 km. frá Reykjavík (miðbær). Húsnæðið skal vera í göngufæri við matvöruverslanir/verslanir og grunnskóla og nálægt almenningssamgöngnum þannig að íbúar geti auðveldlega nálgast ýmsa afþreyingu svo sem bókasöfn, sundstaði og fleira. 

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla er aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa

Við mat á hagkvæmni tilboða verður meðal annars tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingartíma, staðsetningu og aðkomu. 

Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 20262 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa

Fyrirspurnarfrestur rennur út fimmtudaginn 25. febrúar 2016, en svarfrestur er til og með mánudagsins 29. febrúar

Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 12:00 fimmtudaginn 3. mars 2016

Merkja skal tilboðin; nr. 20262 - Leiga á húsnæði fyrir vistarverur hælisleitenda

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. a. lið 1. mgr. 6. gr. 

Tilboðsgögn skulu meðal annars innihalda upplýsingar um: 

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð húsnæðis og tillöguteikningar
  • Leiguverð á fermetra og heilarleiguverð
  • Húsgjöld
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag
  • Upplýsingar um aðra starfsemi í byggingunni ef við á með tilliti til öryggissjónarmiða og um starfsemi í nálægum byggingum - einnig með tilliti til öryggissjónarmiða. 

Númer: 20262

Fyrirspurnarfrestur: 25.2.2016

Skilafrestur: 3.2.2016