Húsnæði fyrir Fiskistofu á Akureyri

Fullbúið skrifstofu- og þjónustuhúsnæði óskast til leigu fyrir Fiskistofu á Akureyri

Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir Fiskistofu á Akureyri. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríksins. 

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 10 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu, gott aðgengi og næg bílastæði. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er í dag um 620 fermetrar en verður um 760 fermetrar að 5 árum liðnum. Væntanlegur leigusali skal miða við að hann geti stækkað húsnæðið sem þessu nemur að 5 árum liðnum. 

Húsnæðið er hefðbundið skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa  www.rikiskaup.is mánudaginn 11. janúar 2016. Fyrirspurnir varðandi verkefni 20232 skulu senda á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestrur rennur út 25. janúar 2016 en svarfrestur til og með 28. janúar 2016. 

Stofnunin skal vera staðsett í umhverfi sem hæfir stjórnsýslustofnunum, t.d. ekki í iðnaðarumhverfi, sé sýnileg og með góðu aðgengi. Æskilegt er að allar skrifstofur séu á einni hæð og einnig skiptir máli að innra skipulag húsnæðisins sé sveigjanlegt. Við mat á hagkvæmni tilboða verður jafnframt tekið tillit til leiguverðs, stærðar húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfssemi, afhendingartíma, aðkomu og fjölda bílastæða. 

Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavíka, eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 2. febrúar 2016. Merkja skal tilboðin; nr. 20232 - Leiga á húsnæði fyrir Fiskistofu á Akureyri. 

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. a.lið 1.mgr. 6a. gr. 

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar: 

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð húsnæðis og tillöguteikningar
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóða og byggingu
  • Leugverð per/m2 og heildarleiguverð
  • Húsgjöld
  • Gildandi deiluskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag

Númer: 633 0088

Skilafrestur: 2.2.2016