Húsnæði fyrir Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu

Fullbúið skrifstofu- og þjónustuhúsnæði óskast til leigu fyrir Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu

Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. 

Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 25 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 2.800 fermetrar. Húsnæðið er hefðbundið skrifstofu- og þjónustuhúsnæði. 

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, mánudaginn 9. nóvember, 2015

Fyrirspurnir varðandi verkefni 20197 skulu sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út 30. nóvember næstkomandi, en svarfrestur er til og með 3. desember næstkomandi. 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er þjónustustofnun fyrir alla íbúa á höfuðborgarsvæðinu og því skiptir staðsetning stofnunarinnar, þ.e. nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval. 

Einnig skiptir máli að innra skipulag húsnæðisins sé sveigjanlegt. 

Við mat á hagkvæmni tilboða verður jafnframt tekið tillit til leiguverðs, stærðar húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, afhendingartíma, aðkomu og fjölda bílastæða. 

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. a.lið 1. mgr. 6a. gr.

Leigutilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 8. desember 2015. Merkja skal tilboðin; nr. 20197 - Leiga á húsnæði fyrir Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. 

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar: 

  • Afhendingartíma húsnæðis
  • Staðsetningu, stærð húsnæðis og tillöguteikningar
  • Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu
  • Leiguverð per/m2  og heildarleiguverð
  • Húsgjöld
  • Gildandi deiliskipulag svæðis, það er lóðar og aðlægra lóða
  • Tilvísun í gildandi aðalskipulag

Númer: 20197

Fyrirspurnarfrestur: 30.11.2015

Skilafrestur: 8.12.2015