Geymsluhúsnæði óskast á leigu fyrir Þjóðskjalasafn Íslands

Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins.

Þjóðskjalasafn Íslands óskar eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði undir skjöl á EURO-brettum auk stoðrýma s.s. móttöku bretta, grófflokkun, úrvinnslu gagna og starfsmannarýma. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu í a.m.k. 5 ár með möguleika á framlengingu til 5 ára í viðbót. Gerð er krafa um staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er æskilegt að byggingin sé staðsett á áhættusvæði vegna náttúruváar, s.s. jarðskjálfta-, flóða- og sprungusvæði.

Brettageymslurými má vera í óskiptu 1.200 fm rými. Stoðrými þurfa að vera um 170 fm.

Til að geta endurnýtt brettahillur sem Þjóðskjalasafn á nú þegar, er óskað eftir að lofthæð verði 6 metrar eða yfir. Þá er gert ráð fyrir 3 - 4 hæðum af brettum (gólf og 2-3 hæðir til viðbótar).

Skilyrði er gott aðgengi fyrir stóra sendiferðabíla og möguleiki á affermingu bretta undir skyggni eða innandyra.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar rafræna kerfinu TendSign, á vefslóðinni https://tendsign.is/.

 

Fyrirspurnir varðandi verkefnið 21169: Geymsluhúsnæði óskast á leigu fyrir Þjóðskjalasafn Íslands, skulu sendar rafrænt í gegnum kerfið TendSign og verða svör birt þar.

Athygli er vakin á að fyrirspurnarfrestur rennur út 16. nóvember2020 en svarfrestur er til og með 19. nóvember 2020.

Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila rafrænt í kerfinu eigi síðar en kl. 12:00, þriðjudaginn 23. nóvember 2020. Ekki verður tekið við tilboðum eftir að tilboðsfresti lýkur, hvort sem er með rafrænum hætti eða bréflega. Bjóðendur eru því hvattir til að skila tilboðum tímanlega.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og innra fyrirkomulagi s.s. sveigjanleika og tenginga milli rýma, hönnunar, tæknikerfa og væntingar leigutaka; skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis, afhendingartíma, staðsetningu, almenningssamgöngum og aðkomu.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa a.m.k. innihalda eftirfarandi upplýsingar:

 • Afhendingartíma húsnæðis
 • Staðsetningu, stærð og aldur húsnæðis og tillöguteikningar auk upplýsinga um efnisval s.s. veggjagerða, gólfefna o.sv.fr.
 • Leiguverð per/m2 m VSK og heildarleiguverð m VSK.
 • Húsgjöld

1 Húslýsing

2.1 Almenn lýsing

Húslýsing þessi er grunnlýsing fyrir geymsluhúsnæði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands.

Húsnæðið á að geyma gögn Þjóðskjalasafns Íslands sem eru á brettum í þar til gerðum vöruhillum. Auk rýmis undir brettageymslu, þarf móttökurými og góða vinnuaðstöðu til að flokka gögn af EURO-brettum. Það þarf að vera gott aðgengi að vinnurými til og frá geymslunni. Þetta rými þarf ekki að vera sérrými og gæti þess vegna verið hluti af geymslurýminu, þó með þeim fyrirvara að hægt sé að hita upp rýmið. Húsnæðið þarf að vera útbúið vönduðu bruna- og eftirlitskerfi auk þess sem það skal vera vel einangrað til að halda jöfnu raka- og hitastigi.

 • Gott aðgengi skal vera milli rýma þannig að hægt sé að keyra bretti á lyftara til og frá. Stærð hurðarops verði a.m.k. (h x b) 2,6 x 2 m.
 • Gott aðgengi skal vera að rafstýrðri flutningshurð til að auðvelt sé að flytja bretti úr húsinu, í frekari frágang eða í eyðingu.
 • Miða skal við að það sé aðgengi með lyftara að hverju bretti í hillu.

Skjalageymsla:

 • Um 1.200 fm brettageymsla, með a.m.k. 6 m lofthæð

Vinnurými:

Um 130 fm brúttó

 • Móttaka
 • Frágangsrými/skráningarrými
 • Tæknirými
 • Hleðslurými fyrir lyftara

Starfsmannarými:

Um 35 fm brúttó

 • Inngangur með fatahengi
 • Salernisaðstaða fyrir 2-3 starfsmenn
 • Kaffistofa með glugga

Ekki er gert ráð fyrir að um varanlega vinnuaðstöðu sé að ræða, heldur unnið þar við

gróffrágang tímabundið og með reglulegu millibili. Ekki er heldur þörf á sérstökum

tölvulögnum eða öðru slíku, því það yrði leyst með fartölvu og netpunkti eftir þörfum.

Miðað er við að húsnæðið sem boðið er sé fullbúið geymsluhúsnæði af góðum gæðum. Fast hillukerfi til viðbótar við hillukerfi Þjóðskjalasafns, þarf fyrir hluta af magni birgða sem koma á fyrir í húsnæðinu. Húsnæðið skal við afhendingu uppfylla allar lögbundnar kröfur um brunavarnir, öryggi og aðrar þær kröfur sem gerðar eru til opinberra bygginga. Komi upp ágreiningur eða vafi um skil á húsnæðinu skal við það miða að um sé að ræða fullbúið geymsluhúsnæði, tilbúið til notkunar.

Gert er ráð fyrir að leigutími verði 5 ár með möguleika á framlengingu.

Orðskýringar: Leigusali er eigandi húsnæðis og leigutaki er sá sem tekur húsnæðið á leigu.

Útboðsnúmer: 21169

Fyrirspurnarfrestur: 16.10.2020

Opnun tilboða: 19.11.2020