RFI Húsnæðisöflun fyrir embætti ríkislögmanns

Afmörkun verkefnis

Stefnt er að því að taka á leigu skrifstofuhúsnæði u.þ.b. 330 fm fyrir starfsemi embættis ríkislögmanns. Húsnæðið þarf að vera staðsett miðsvæðis í Reykjavík í nálægð við Hæstarétt og Héraðsdóm Reykjavíkur. Ekki er miðað við að ráðist verði í mikla aðlögun á húsnæðinu fyrir starfsemina.

Upplýsingabeiðni þessi er gerð á grundvelli 45. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 og felur ekki í sér skuldbindingu til að semja við ákveðna aðila.

Markmið

Í kjölfar þessarar undanfarandi markaðskönnunar, er ráðgert að hefja ferli um leigu húsnæðis sem verður með hefðbundnu leigufyrirkomulagi. Fyrirhugað er að í mars 2021 verði kominn á samningur við aðila sem á eða getur annast leigu á viðkomandi húsnæðis og séð um rekstur þess. Þá skal viðkomandi húsnæði afhent fullbúið eigi síðar en um mánaðarmótin apríl/maí 2021 að því gefnu að núverandi húsnæði embættisins verði nýtt undir aðra starfsemi. Kostur er ef hægt er að afhenda húsnæði fyrir það tímamark. Umrætt húsnæði skal afhent fullbúið til leigu en án lauss búnaðar.

Ferlið

Fyrsta skrefið í þessu ferli er að auglýsa undanfarandi markaðskönnun þessa og óska eftir upplýsingum frá markaðnum um framboð þeirrar þjónustu sem óskað er eftir. Að markaðskönnun lokinni verður ákveðið hvort óskað verði eftir tilboðum skv. hefðbundnu leiguferli.

Spurningar til áhugasamra fyrirtækja

Þess er óskað að þau fyrirtæki sem telja sig uppfylla ofangreindar kröfur svari eftirfarandi spurningum:

1. Hvert er nafn fyrirtækisins eða samstarfsfyrirtækjanna og kennitala/–tölur?

2. Óskað er eftir upplýsingum um verðhugmyndir fyrir húsnæði að þessari stærð og í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru samkvæmt reynslu viðkomandi.

3. Einnig er óskað eftir upplýsingum um það hvort áhugi sé á því að taka við núverandi leigusamningu embættisins við Hverfisgötu 4 og hverjar verðhugmyndir væru fyrir slíkri framleigu (sjá leigusamning í fylgiskjali).

Þess er óskað að svör berist Ríkiskaupum í gegnum vefinn Tendsign.is eigi síðar en 20. október 2020 kl. 12:00.

Fyrirspurnir skulu einnig berast í gegnum Tendsign.is og rennur fyrirspurnarfrestur út 8. október nk. 2020.

Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna á heimasíðu Ríkiskaupa.

Sjá nánar á www.utbodsvefur.is

Útboðsnúmer: 21300

Fyrirspurnarfrestur: 8.10.2020

Opnun tilboða: 20.10.2020