Markaðskönnun

Framkvæmdasýslan óskar eftir upplýsingum um mögulegar 30.000 m² lóðir, staðsetningar, húsnæði og tækifærum á samstarfi við lóðarhafa.

Áform eru um að leita eftir eða útvega sérhæft húsnæði fyrir löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgasvæðinu.

Löggæslu og viðbragðsaðilar: Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu (öll starfsemin á Hverfisgötu og hluti af Vínlandsleið), Tollgæslan, Landhelgisgæsla (ekki flugdeildin á RVK flugvelli), Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgasvæðisins (annað en slökkvistöðvar).

Tilgangur markaðskönnunar er að kalla eftir upplýsingum um mögulegar lóðir, staðsetningar, húsnæði og önnur tækifæri sem kunna að vera til staðar á samstarfi við lóðarhafa til uppbyggingar fyrir starfsemina.

Útboðsnúmer: 21240

Opnun tilboða: 14.8.2020