Flugskýli – Bygging nr. 831 á Keflavíkurflugvelli

Lyftuhús, viðhald utan– og innanhúss

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landhelgisgæslu Íslands og utanríkisráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu nr. 831 á Keflavíkurflugvelli, Háaleitishlað 1. Um er að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðninga og steyptra yfirborða utanhúss auk hreinsunar á tjörupappaklæddum þökum og einangrun og klæðningu útveggja, rif á 800 m2 viðbyggingu á suðurhliðinni. Einnig er um það að ræða að steypa upp tvö lyftuhús utan á bygginguna. Bygging nr. 831 er eitt af flugskýlum Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem rekið er af Landhelgisgæslu Íslands f.h. utanríkisráðuneytisins að stærð um 12.200 m2. Fara þarf inn um vaktað hlið Isavia til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimildir inn á vinnusvæðið og fylgja öllum öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á Keflavíkurflugvelli og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Verkinu skal vera að fullu lokið 1. október 2021.

Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 17. apríl 2020, kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúum verkkaupa. Tilkynna skal nöfn og kennitölur þeirra sem hyggjast mæta til vettvangsskoðunar fyrir kl. 14, fimmtudaginn 16. apríl 2020 með tölvupósti á netfangið gunnar.s@fsr.is

Tilboðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa 30. apríl 2020, fyrir klukkan 12:00.

Útboðsgögn eru í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað þar inn.

Útboðsgögnin verða aðgengileg á vefnum frá 8. apríl 2020.

Nánari upplýsingar og kröfur til verksins í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is

Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/utbodsthjonusta/leidbeiningar-fyrir-tendsign

Útboðsnúmer: 21187

Opnun tilboða: 30.4.2020