Tilkynning um forval - Lokað alútboð

Hönnun og bygging á nýjum svefnskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir Landhelgisgæslu Íslands

Svefnskálinn skal innihalda 50 gistiherbergi með innbyggðu baðherbergi fyrir hvert herbergi, ræstiherbergi, tæknirými, ganga og tilheyrandi. Gert er ráð fyrir að skálinn sé um 1.000 m2 að stærð á tveimur hæðum. Lagt er upp með að húsið sé einfalt í viðhaldi og rekstri, vandað og hagkvæmt í byggingu. Húsið skal uppfylla kröfur alútboðsgagna, byggingarreglugerðar og alla hefðbundna staðla og lög sem um verkið gilda. Skila skal byggingunni tilbúinni til notkunar ásamt fullfrágegninni lóð og bílastæðum eigi síðar en 15. nóvember 2021.

Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 5 og verði umsækjendur fleiri, verður dregið á milli hæfra umsækjenda.

Þátttökutilkynningum ásamt fylgiblöðum skal skila inn á TendSign útboðsvef Ríkiskaupa eigi síðar en 7. maí 2020, fyrir klukkan 12.00.

Forvalsgögn ásamt fylgiskjölum eru aðgengileg í rafræna útboðskerfinu TendSign frá 7. apríl 2020.

Nánari upplýsingar og kröfur til verksins eru í útboðskerfi Ríkiskaupa www.tendsign.is

Leiðbeiningar: https://www.rikiskaup.is/is/utbodsthjonusta/leidbeiningar-fyrir-tendsign

Útboðsnúmer: 21159

Opnun tilboða: 7.5.2020