Ofanflóðavarnir í Neskaupstað - Urðarbotnar og Sniðgil

Útboð nr. 20889

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjarðabyggðar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við varnargarð og 16 varnarkeilur neðan Urðarbotns og Sniðgils í Neskaupstað. Sú hlið garðsins og keilanna sem snýr móti fjalli verður byggð upp með netgrindum og styrktum jarðvegi. Jarðefni til byggingar garðsins og keilanna verða fengin innan framkvæmdasvæðisins, bæði laus jarðefni og efni úr bergskeringum. Verkkaupi mun leggja til netgrindur til uppbyggingar á brattri flóðhlið garðsins og keilanna. Í verkinu felst einnig færsla á vatnslögn, mótun yfirborðs bergskeringa flóðmegin við garða, gerð vinnuvega, varanlegra slóða, gangstíga og áningarstaða, gerð drenskurða, stækkun á umfangi lækjarfarvega og rása, lagning ræsa, jöfnun yfirborðs og frágangur.

Helstu magntölur eru:

  • Flatarmál raskaðs svæðis 60.000 m2
  • Rúmmál skeringa 190.000 m3
  • Þar af er losun klappar 60.000 m3
  • Rúmmál fyllinga 145.000 m3
  • Þar af styrktarfyllingar 65.000 m3
  • Styrkingarkerfi 10.700 m2
  • Jöfnun og sáning 120.000 m2
  • Færsla núverandi vatnslagna 450 m
  • Tilfærsla á lækjarfarvegi, flóðvörn 400 m

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 2021.

Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa á vefslóðinni https://tendsign.is.

Útboðsgögn verða aðgengileg í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign , frá og með fimmtudeginum 28. mars. Ekki verður haldinn hefðbundinn opnunarfundur. Tilboðum skal skilað rafrænt í útboðskerfinu fyrir 23. apríl 2019 kl. 14:00. Opnun tilboða hefur verið frestað til 28. maí. kl.14:00.

Útboðsnúmer: 20889

Fyrirspurnarfrestur: 20.5.2019

Opnun tilboða: 28.5.2019