Lóð við stjórnarráðshúsið, Lækjargötu 1 - fornleifagröftur

Útboð nr. 20869

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd forsætisráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við fornleifagröft á lóð við stjórnarráðshúsið, Lækjargötu 1.

Á næstu árum er gert ráð fyrir að hús rísi á baklóð stjórnarráðshússins að Lækjargötu 1 í Reykjavík. Framkvæmdir sem gert er ráð fyrir í þessu útboði felast í fornleifagreftri, rannsóknum og greiningu á fornminjum. Annars vegar er um að ræða rannsókn á rótuðum mannvistarlögum undir núverandi yfirborðslögum og hins vegar rannsókn á eldri mannvistarleifum sem kunna að leynast undir rótuðu mannvistarlögunum.

Helstu magntölur eru:

  • Fjarlægja malbik: 374 m2
  • Jarðvegsefni sem mokað er upp og notað aftur: 600 m3
  • Mold frá fornleifagreftri: 500 m3
  • Fornleifagröftur: 500 m3 
  • Forvarsla á smágripum, meðalgripum, ólífrænum efnum, frágangur og pökkun: stykkjafjöldi
  • Sýnatafla og sýnagreining: stykkjafjöldi
  • Úrvinnsla og frágangur: heild

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. október 2019. 

Útboðsgögnin verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með þriðjudeginum 20. nóvember 2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 18. desember 2018  kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20869

Fyrirspurnarfrestur: 4.12.2018

Opnun tilboða: 18.12.2018