Byggingar á West-End svæði Keflavíkurflugvallar. Rafkerfisbreytingar og endurbætur á lagna- og loftræsikerfum

Útboð nr. 20787

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við rafkerfisbreytingar í byggingum á West-End svæði Keflavíkurflugvallar og auk þess breytingar á lagna- og loftræsikerfum í byggingum nr. 1760, 1776 og 1777. Með útboðsgögnum fylgir verkáætlun verkkaupa um hvenær vinna getur hafist í byggingum, hvenær byggingar eiga að vera tilbúnar til notkunar eða í nothæfu ástandi og hvenær verklok eru.  Í nokkrum byggingum verður verktaki að gera ráð fyrir takmörkuðu aðgengi að tilgreindum byggingum á ákveðnum tímabilum, samanber verkáætlun.

Fara þarf inn um vaktað hlið (Silfurhlið Isavia) til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Vettvangsskoðun verður haldin miðvikudaginn 27. júní 2018 kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Nánari upplýsingar verða birtar á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. mars 2020.

Útboðsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, frá og með þriðjudeginum 26. júní 2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 15. ágúst 2018 kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20787

Fyrirspurnarfrestur: 8.8.2018

Opnun tilboða: 15.8.2018