Bygging nr. 831 á Keflavíkurflugvelli. Viðhald og málun utanhúss

Útboð nr. 20777

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við byggingu nr. 831 á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðninga og steyptra yfirborða utanhúss, auk hreinsunar á tjörupappaklæddum þökum og einangrun og klæðning útveggja viðbygginga sem tilheyra austurhliðinni. Verkkaupi áskilur sér rétt til að fella að einhverju leyti niður útveggjaklæðningu og viðhald á viðbyggingum.

Bygging nr. 831 er flugskýli Atlantshafsbandalagsins að stærð um 12.200 m2. Fara þarf inn um vaktað hlið (silfurhlið Isavia á yfirlitsmynd) til þess að komast á verkstað og skulu starfsmenn verktaka hafa aðgangsheimild inn á vinnusvæðið og fylgja öryggisreglum og fyrirmælum Landhelgisgæslu Íslands, Isavia og þeim reglum sem gilda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Vettvangsskoðun verður haldin 5. júní 2018, kl. 11:00, að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. Nánari upplýsingar verða birtar á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2019 en öllum verkþáttum á þökum og norðurhlið byggingarinnar skal vera lokið 31. desember 2018.

Fyrirspurnarfrestur er til 12. júní 2018.
Svarfrestur er til 15. júní 2018.

Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is, frá og með mánudeginum 4. júní 2018. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 19. júní 2018, kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20777

Opnun tilboða: 19.6.2018