Byggðastofnun - nýbygging

Útboð nr. 20728

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd  Byggðastofnunar, óskar eftir tilboðum í verkið Byggðastofnun – nýbygging,  Sauðármýri 2, Sauðárkróki. 

Um er að ræða jarðvinnu, uppsteypu og fullbúið hús og allan frágang að utan og innan, ásamt lóð. Byggingin er 998 m²  á tveimur hæðum og með kjallara undir hluta hússins. 

Helstu magntölur eru:

 • Gröftur á lausum og föstum jarðvegi, um 3.400 m³
 • Fyllingar undir og að mannvirki, um 3.400 m³
 • Almenn steypumót, um 3.500 m²
 • Bendistál í plötur og veggi, um 55.000 kg
 • Steinsteypa í veggi, plötur, bita og súlur, um 555 m³
 • Forsteyptar einingar, um 530 m²
 • Múrfrágangur, um 1.500 m²
 • Gifsveggir, um 300 m²
 • Parketlögn, um 418 m²
 • Kerfisloft niðurhengd, um 700 m²
 • Málun veggja og lofta, um 2.000 m²


Verkefnið hefur verið unnið samkvæmt aðferðarfræði upplýsingalíkana mannvirkja (e. Building Information Modeling - BIM) og aðferðafræði vistvænnar hönnunar. Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM.

Verkinu skal vera að fullu lokið 30. september 2019.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, www.rikiskaup.is, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 2. maí 2018.

Fyrirspurnarfrestur er til og með 16. maí 2018. Svarfrestur er til og með 18. maí 2018. 

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum föstudaginn 25. maí 2018  kl. 11:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20728

Fyrirspurnarfrestur: 16.5.2018

Opnun tilboða: 25.5.2018