Nýr Landspítali við Hringbraut - Jarðvinna og veitur - Áfangi 1

Útboð nr. 20737

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboðum í verkið „Nýr Landspítali við Hringbraut – Jarðvinna meðferðarkjarna, götur og veitur – Áfangi 1“.

Verkið er hluti af Hringbrautarverkefninu, nýjum Landspítala við Hringbraut, í samræmi við lög nr. 64/2010 og felst meðal annars í:

 

  • Upprifi á núverandi yfirborði gatna, göngustíga, bílastæða og grænna svæða.
  • Nýbyggingu gatna, bílastæða og gönguleiða, ásamt lóðafrágangi.
  • Allri jarðvinnu fyrir meðferðakjarna og mögulegum bílakjallara austan meðferðarkjarna.
  • Uppbyggingu tengiganga og stoðveggja.
  • Gerð undirganga við Snorrabraut (samvinnuverkefni NLSH ohf. og Reykjavíkurborgar).
  • Gerð bráðabirgðabílastæða.
  • Allri vinnu við lagnir á svæðinu, þar með talið breytingum á veitukerfum vegna vinnu við meðferðarkjarna.

 

Verkinu er skipt upp í nokkra áfanga. Áætlað verkupphaf er við töku tilboðs. Upplýsingar um verklok og áfangaskil er að finna í útboðsgögnum.

Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum mánudaginn 11. júní 2018 kl. 10.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR), í samræmi við lög um skipan opinberra framkvæmda nr. 84/2001, er samstarfsaðili Nýs Landspítala ohf.

Útboðsnúmer: 20737

Fyrirspurnarfrestur: 23.5.2018

Opnun tilboða: 11.6.2018