LSH Landakoti - þak K-álmu

Útboð nr. 20738

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Landspítala, óskar eftir tilboðum í verkið LSH Landakot - þak K-álmu.

Verkið felst í endurnýjun þaks K-álmu og múrviðgerðum aðliggjandi turns. Núverandi rishæð og þakfrágangur eru rifin en haldið er í þaksperrur sem eru heflaðar eftir þörfum. Endurnýjun nær til þakklæðningar og kvista en ekki skorsteina og þakglugga. Frágangur verður bættur með tilliti til loftunar þaks og þykkt einangrunar. Zinkklæðning kemur í staðinn fyrir núverandi steinskífuklæðningu. 

Helstu magntölur eru: 

  • Rif og förgun á innveggjum 500 m2
  • Rif og förgun á gólfefni 380 m2
  • Rif núverandi þakklæðningar 730 m2
  • Heflun þakvirkis 350 m 
  • Nýr þakfrágangur með zinkklæðningu 730 m2  
  • Steining á turnbyggingu 95 m2   

Boðið er til kynningarfundar og vettvangsskoðunar á verkstað við Landakotsspítala, mæting fyrir framan suðurhliðar K-álmu, mánudaginn 16. apríl  nk. kl. 14.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2018. 

Útboðsgögn verða  aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is , frá og með fimmtudeginum 5. apríl 2018.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum miðvikudaginn 25. apríl kl. 11.00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20738

Fyrirspurnarfrestur: 18.4.2018

Opnun tilboða: 25.4.2018