Hakið, gestastofa - Umsjón og eftirlit með framkvæmdum

Útboð nr. 20550

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd þjóðgarðsins Þingvellir óskar eftir tilboðum í verkefnið „Hakið, gestastofa  – Eftirlit“.

Um er að ræða eftirlit og byggingarstjórn við byggingu Gestastofu á Þingvöllum, verklegar framkvæmdir hafa verið boðnar út.

Miðað er við að verklok á framkvæmdum verði í apríl 2018.
Nánari lýsing verkefnis er í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa http://www.rikiskaup.is
frá og með þriðjudeginum 25. apríl 2017.

Fyrirspurnarfrestur er til 2. maí 2017.
Svarfrestur er til 5. maí 2017.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 9. maí  2017 kl. 13:00,
að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.


Útboðsnúmer: 20550

Opnun tilboða: 9.5.2017