Hús íslenskra fræða - Lengdur útboðstími

Eftirlit með verkframkvæmd

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins óskar eftir tilboðum í verkefnið „Hús íslenskra fræða – Eftirlit".

Helstu verkefni eftirlits eru: 

  • Að rýna útboðsgögn vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar Húss íslenskra fræða
  • Að sjá um eftirlit á framkvæmdartíma Húss íslenskra fræða
  • Að gegna hlutverki byggingarstjóra við framkvæmdina

Til stendur að bjóða út verklega framkvæmd Húss íslenskra fræða fyrri hluta sumars á þessu ári. Jarðvinnuframkvæmd er lokið.

Miðað er við að byggingin verði tekin í notkun haustið 2020.

Nánari lýsing verkefnis er í útboðsgögnum útboðs nr. 20533.

Útboðsgögn eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa frá og með þriðjudeginum 21. mars 2017.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 2. maí  2017 kl. 13:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Sjá þessa og aðrar útboðstilkynningar á utbodsvefur.is.

Útboðsnúmer: 20533

Opnun tilboða: 2.5.2017