Landspítali Fossvogi - Viðgerðir utanhúss á A-álmu, 2. áfangi

Útboð nr. 20532

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landspítala, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við viðgerðir og endurbætur utanhúss á A-álmu Landspítala í Fossvogi. Um er að ræða 2. áfanga viðgerða á A-álmunni.

Framkvæmdirnar felast í utanhúsviðgerðum á norðurhlið og hluta suðurhliðar A-álmu. Verkumfangið nær meðal annars til viðgerða og endurnýjunar á gluggum og gleri, múr- og steypuviðgerða útveggja, endursteiningar, endursteypu á svalagólfum og útistiga, endurnýjun á svalahandriðum og niðurfallsrörum. Gera skal við allar hæðir A-álmu á norðurhlið.

Helstu magntölur eru:

  • Endursteining                                    1.000 m2
  • Steinrif og sterkur háþrýstiþvottur      1.050 m2
  • Jöfnunarlag, múrhúðun                     1.090 m2
  • Brot og endurmúrun gluggakanta     1.010 m
  • Nýjir timburgluggar                             183 stk  
  • Viðgerðir á timburgluggum                 195 m  
  • Nýjir álgluggar                                       38 stk  
  • Múrviðgerð veggja og gólfa                360 m2
  • Málun innanhúss                                 675 m2

    
Boðið er til kynningarfundar og vettvangsskoðunar á verkstað við Landspítala í Fossvogi, mæting fyrir framan inngang suðurhliðar A-álmu, föstudaginn 10. mars  n.k. kl. 14:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2017.

Útboðsgögn verða  aðgengileg á vef Ríkiskaupa frá og með þriðjudeginum 7. mars 2017.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 21. mars kl. 13:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20532

Opnun tilboða: 21.3.2017