Dettifoss - Snyrtiaðstaða

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Vatnajökulsþjóðgarðs, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við hreinlætisaðstöðu fyrir ferðamenn við Dettifoss, alls 118,1 m². Húsið er staðsett við aðkomu ferðamanna að bílastæði nálægt Dettifossi vestan Jökulsár á fjöllum. Húsið er timburhús á steyptum sökklum og steyptri plötu.

Helstu magntölur eru:

  • Mótafletir                        253 m²
  • Steinsteypa                        35 m³
  • Þakflötur                          183 m²
  • Timburgrind útveggja       119 m²
  • Léttir innveggir                   95 m²

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2017.

Útboðsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með þriðjudeginum 1.nóvember n.k..

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 24. nóvember 2016, kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20446

Opnun tilboða: 24.11.2016