Geysir, stíga og pallagerð

Framkvæmdir á ríkisjörðinni Laug 1. áfangi - 1. verkhluti

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfisstofnunar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við verkefnið Geysir; stíga- og pallagerð, framkvæmdir á ríkisjörðinni Laug, 1. áfangi – 1. verkhluti.  

Framkvæmdin snýst um bætt aðgengi ferðamanna að svæðinu og gerð stíga og áningarstaða með tilheyrandi frágangi í landi jarðarinnar Laugar, frá tjaldsvæði upp á Laugarfell.

Um er að ræða 1. áfanga - 1. verkhluta. Verkið er jafnframt hluti af stærra verki (1. áfanga - 2. verkhluta) þar sem smíði og uppsetning palla og trappa verður boðin út sérstaklega.

 Helstu magntölur eru
   
 Malarfyllingar 1.200
 Uppgröftur
   700

 Hlaðnir veggir      30
 Þrep og kantar úr náttúrugrjóti    400 lm
 Þökulagnir
1.200
 Lagfæring á landi
   600

Efni sem verkkaupi leggur til: Trjábolir til smíði á bekkjum. Afhent í skógræktinni á Haukadal.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. maí 2017.

Útboðsgögnin verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með þriðjudeginum 25. október 2016.

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 8. nóvember 2016 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20374

Opnun tilboða: 8.11.2016