Friðlandið við Gullfoss - Nýr stálstigi

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfisstofnunar, óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á nýjum stálstiga milli efri og neðri útsýnissvæða á Gullfossi. Framkvæmdir felast í útvegum efnis og smíði og uppsetningu á nýjum stálstiga milli efri og neðri útsýnissvæða á friðlandinu við Gullfoss. Nýi stiginn kemur í stað eldri stiga sem verður fjarlægður. Þegar er búið að koma fyrir steyptum undirstöðum sem stálundirstöður stigans festast í. 

 Helstu magntölur eru:    
Galvaniserað stál
Galvaniseruð þrep
Ryðfrí handrið
Lerkiklæðning á palla
Málun áherslumerkinga
8.000
192
183
120
342
kg.
stk.
m
m2
m

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016. 

Útboðsgögnin verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með þriðjudeginum 12. júlí  2016. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 26. júlí 2016 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Útboðsnúmer: 20375

Opnun tilboða: 26.7.2016