Endurinnrétting á 1. hæð og kjallara í Borgartúni 7-A

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Ríkiseigna, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við endurinnréttingu á 1. hæð og kjallara í Borgartúni 7-A, samtals um 860 m².

Niðurrifsvinna hefur að mestu farið fram auk þess sem búið er að flota gólf og er því að mestu um að ræða uppsetningu léttra veggja og lofta, lagningu gólfefna, málun nýrra flata sem og eldri flata, ásamt innréttingum o.fl. Verkið felur einnig í sér sögun opa og uppsetningu á nýjum stiga á milli hæða, auk vinnu við bæði núverandi og nýtt lofræsikerfi.

Sérstök athygli er vakin á því að vinna við raflagnir og pípulagnir er ekki með í útboði þessu.

Helstu magntölur eru:

  • Sögun opa                                                              16 m²
  • Kantaðir stokkar og tengistykki loftræsikerfa      360 kg
  • Gipsveggir                                                             330 m²
  • Kerfisloft 600x600mm                                          220 m²
  • Dúkklædd loft                                                       370 m²
  • Flísalögn                                                                  82 m²
  • Korklögn á gólf                                                     650 m²


Vettvangsskoðun verður haldin föstudaginn 27. maí 2016 kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 16. september 2016.

Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa, frá og með mánudeginum 23. maí 2016, á vefslóðinni http://www.rikiskaup.is/utboð/utb/20333

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 7. júní 2016, kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20333

Fyrirspurnarfrestur: 31.5.2016

Opnun tilboða: 7.6.2016