Landspítali Landakoti

Viðgerðir utanhúss á L-álmu

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Landspítala, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við viðgerðir og endurbætur utanhúss á L-álmu Landspítala Landakoti.

Framkvæma skal viðgerðir á útveggjum, svölum og svalahandriðum, gluggum, þaksvölum, þakkanti og öllu ytra byrði suðurhliðar og austurgafls L-álmu. Endurnýja skal alla glugga á viðgerðarsvæði fyrir utan glugga undir skyggni og 3 svalahurðir. Viðgerðarsvæði afmarkast frá innhorni við  stigahúsglugga og út að norðausturhorni hússins. Gera skal við allar hæðir hússins fyrir utan 5. hæð.

Helstu magntölur eru:

  • Steining flata og kanta - 665 m2
  • Filtun, þunnmúrhúðun - 226 m2
  • Jöfnunarlag, múrhúðun - 730 m2
  • Steinrif og háþrýstiþvottur - 730 m2  
  • Brot og endurmúrun gluggakanta - 492 m
  • Endurnýjun glugga - 64 stk
  • Málun handriða - 774 m
  • Járnhandrið, breytingar og lagfæringar - 5 stk

Boðið er til kynningarfundar og vettvangsskoðunar á verkstað á Landakoti, mæting í anddyri Landakots, fimmtudaginn 10. mars  kl. 10:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.
 
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. október 2016.
 
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með mánudeginum 7. mars nk

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 29. mars kl. 15:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Útboðsnúmer: 20267

Fyrirspurnarfrestur: 22.3.2016

Opnun tilboða: 29.3.2016