Arnarhvoll - endurbætur innanhúss 2. áfangi

1. og 2. hæð vesturhluti

ArnarhvollEndurgerð skal vera í samræmi við það sem áður hefur verið gert við vesturhluta 3. hæðar en mikilvægt er að samsvörun verði í framkvæmdunum samanber verklýsingar og efnisval hönnuða. Svæðið sem endurinnrétta á hefur verið undirbúið á þann hátt að það er tilbúið til innréttingar. Þegar er lokið niðurrifi á innréttingum, gólfefnum og loftaefni. Einnig er búið að flota gólf. 

Helstu magntölur

  • Gifsinnveggir og klæðningar - 310m2
  • Glerjaðir innveggir og glerskilrúm - 130 m2
  • Gifsloft og loftakerfi - 180 m2
  • Einangruð og dúkklædd loft - 453 m2
  • Málaðir veggfletir og loft - 1300 m2
  • Parketlagðir gólffletir - 644 m2

Vettvangsskoðun verður haldin mánudaginn 11. janúar kl. 11 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. 

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. maí 2016. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500.- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 5. janúar 2016. 

Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 19. janúar 2016 kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Útboðsnúmer: 20214

Opnun tilboða: 19.1.2016