Nýr Landspítali við Hringbraut, meðferðarkjarni

Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR), fyrir hönd verkkaupa sem er Nýr Landspítali ohf. (NLSH) óskar eftir tilboðum í fullnaðarhönnun á meðferðarkjarna, um 58.500 m2, sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut. Verkefnið flokkast undir opinberar framkvæmdir samkvæmt lögum nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda. Hér er um að ræða opið útboð, auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). 
Fyrirkomulag útboðs er svokallað tveggja umslaga kerfi. Bjóðendur skulu skila annars vegar inn upplýsingum um hæfni og reynslu og hins vegar tilboði í þóknun fyrir ráðgjafarstörf. 
Sjá nánar um verkefnið, gerð og frágang tilboðs, skil meðferð og mat o.fl. í útboðs- og samningsskilmálum verkefnisins. Ekki verður greitt fyrir tilboðsgerð. 
Tungumál útboðs þessa og alls verkefnisins er íslenska að undanskildum samskiptum við nauðsynlega birgja, vottunaraðila og fleira sem mega vera á ensku. 
Útboðsgögn verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is frá og með miðvikudeginum 29. apríl næstkomandi. Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík, eigi síðar en fimmtudaginn 25. júní fyrir kl: 11:00. Á þeim fundi verða fyrri umslög tilboða opnuð.

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Útboðsnúmer: 15804

Opnun tilboða: 25.6.2015