Heilsugæslustöð í Mývatnssveit - Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. velferðarráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við að byggja nýja heilsugæslustöð fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands í Reykjahlíð í Mývatnssveit.  Húsið er um 240 m2 með um 30 m2 opnu bílskýli.

Húsið er timburhús á steyptum sökkli með kraftsperruþaki. Veggir úti og þakkantar eru klæddir með sléttri trefjaplötuklæðningu og þak með lituðu bárustáli. Gluggar eru álklæddir timburgluggar. Að innan eru léttir veggir og loft gifsklætt og dúkur og flísar á gólfum.  

 Helstu magntölur eru:  
Mótafletir (sökkulmót)
Steinsteypa
Þakflötur
Klæðning útveggja
Klæðning og léttir innveggir
Loftaklæðning
130 m2 
40 m3
320 m2
260 m2
310 m2
220 m2

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 1. febrúar 2016. 

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 14. apríl 2015. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum miðvikudaginn 29. apríl 2015, kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Útboðsnúmer: 15825

Opnun tilboða: 29.4.2015