Snjóflóðavarnir Siglufirðir, N - Fífladalir - Uppsetning stoðvirkja

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjallabyggðar og Ofanflóðasjóðs óskar eftir tilboðum í verkið „Snjóflóðavarnir Siglufirði, N - Fífladalir - Uppsetning stoðvirkja“.Verkið felur í sér að setja upp stoðvirki úr stáli (e. Snow bridges), hér eftir kallaðar stálgrindur, til snjóflóðavarna á upptakasvæðum snjóflóða í N - Fífladölum ofan byggðar á Siglufirði. Uppsetningarverktaki fær efni í stálgrindurnar afhent á lagersvæði við flugvöllinn á Siglufirði, sjá nánari lýsingu í útboðsgögnum.Gert er ráð fyrir því að í fyrstu verið grafið og borað fyrir undirstöðum stoðvirkjanna samhliða smíði þeirra. Áformað er að koma fyrir um 2.190 m af stálgrindum, en hæð þeirra mælt hornrétt á yfirborð fjallshlíðar (Dk) er 3,5 m 4,0 m, 4,5 m og 5,0 m. Tilgangur stálgrindanna er að auka stæðni snjóþekju á upptakasvæðum, koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað og draga þannig úr snjóflóðahættu.

 Helstu magntölur    
Stálgrindur (Dk 3,5 m) 
Stálgrindur (Dk 4,0 m) 
Stálgrindur (Dk 4,5 m) 
Stálgrindur (Dk 5,0 m) 
Stálgrindur (Dk 5,0 m, N = 3,2)
Endastyrkingar
Fótplötur (300 x 300 mm)
Fótplötur (635 x 630 mm)
Fótplötur (800 x 800 mm)  
4327628106412230135141514 m
m
m
m
m
stk
stk
stk
stk

Verkinu skal vera að fullu lokið í september 2018. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 25. mars 2015. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum, 12. maí 2015 klukkan 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 
FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Útboðsnúmer: 15849

Opnun tilboða: 12.5.2015