Ofanflóðavarnir Eskifirði - Hlíðarendaá, varnarvirki

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Fjarðabyggðar og Ofanflóðasjóðs óskar eftir tilboðum í verkið Ofanflóðavarnir á Eskifirði - Hlíðarendaá, varnarvirki. Farvegur Hlíðarendaár verður breikkaður og dýpkaður og bakkarnir mótaðir með grjóthleðslum. Skurðurinn er 5 m breiður í botninn, 230 m langur og um 3 m djúpur. Skurðhliðar eru hlaðnar úr grjóti með fláanum 1:0,25 (=4:1). Grjót til hleðslunnar verður fengið úr skeringum, sótt í farveg Grjótár eða fengið úr námum. Steyptur leiðiveggur verður byggður austan við efri hluta skurðar. Garðurinn verður um 3,6 m hár, 120 m langur og með langhalla að jafnaði 25%. Landmótun og yfirborðsfrágangur felst í mótun svæða við skurðbakka og leiðivegg  og gerð göngustíga. Svæðið verður jafnað og þakið gróðurlagi og síðan borið á og sáð grasfræi.

 Helstu magntölur    
Gröftur og brottakstur
Fyllingarefni
Steypumót
Steinsteypa
Kambstál
Grjóthleðsla
Þökulagning
Sáning og áburðargjöf
3.9001.5501.09716510.1001.2002305.145 m3 
m3
m2
m3
kg.
m2
m2
m2

Vettvangsskoðun verður haldin 31. mars 2015 kl. 13:00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa. 
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 24. nóvember 2015. 
Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500.- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 24. mars 2015. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 14. apríl 2015 kl. 11:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 


FRAMKVÆMDASÝSLA RÍKISINS

Útboðsnúmer: 15788

Opnun tilboða: 22.4.2015