Lækur í Flóahreppi

Fjármála – og efnahagsráðuneytið óskar eftir tilboðum í hönnun og byggingu nýs íbúðarhúss á ríkisjörðinni  Læk í Flóahreppi, 801 Selfoss (landnúmer 166266). Miðað skal við að skila fullbúnu íbúðarhúsi (án húsgagna),  ásamt malarhlaði, malarbílastæðum, rotþró og grófjafnaðri lóð, samkvæmt lóðaruppdráttum útboðsgagna. 

Útboðið fellur undir alútboð. 

Íbúðarhúsið skal vera timburhús á einni hæð, með risþaki. Það má vera hvort heldur sem er einingahús eða byggt  á staðnum. Húsið skal hannað og byggt þannig, að það uppfylli öll ákvæði byggingarreglugerðar nr. 112/2012. 

Húsið skal vera að hámarki 170 m² að stærð (brúttó). Viðmiðunarstærðir og herbergjafjöldi koma fram í rýmisáætlun útboðsgagna. 
Húsinu skal skila fullgerðu eigi síðar en 1. apríl 2016 og heildarverkinu eigi síðar en 15. júní 2016. 

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 3.500.- hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7, 105 Rvík frá og með mánudeginum 2. mars nk. 
Tilboðum skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 11.00 miðvikudaginn 18. mars 2015 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 

Framkvæmdasýsla ríkisins

Útboðsnúmer: 15822

Opnun tilboða: 18.3.2015