Endurbætur á raflögnum og lagna- og loftræsikerfum í byggingu númer 130 Keflavíkurflugvelli

Auglýsing til birtingar laugardaginn 12. janúar 2012
Forvalsnúmer 6061030-F

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Landhelgisgæslu Íslands, efnir til forvals vegna fyrirhugaðs útboð um endurbætur á raflögnum og lagna- og loftræsikerfum í byggingu númer 130 innan öryggissvæðis Keflavíkurflugvallar. 

Hér er um að ræða forval þar sem þátttakendur verða valdir með tilliti hæfni og reynslu (hæfi) en einnig með tilliti til þess búnaðar sem þeir hyggjast bjóða. Gerðar eru kröfur um hæfi þátttakenda í forvali sem taldar eru nauðsynlegar til þess að bjóðendur í lokuðu útboði geti unnið verkefnið á fullnægjandi hátt. 

Bygging númer 130 er stjórnstöð samþætts loftvarnarkerfis NATO hér á landi og er um 2.800 m2 og á þremur hæðum. Í meginatriðum felst verkið í að laga rafkerfin að gildandi reglugerð um raforkuvirki og ÍST: 200:2006 - Raflagnir bygginga. Gerðar verða einnig umtalsverðar breytingar á kæli- og loftræsikerfum byggingarinnar. Dælubúnaður og stjórnlokar í neysluvatns- og frárennsliskerfi verða einnig endurnýjaðir. Öryggisvottunar og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála verður krafist af verktaka og öllum starfsmönnum og stjórnendum hans sem koma að verkinu og einnig af starfsmönnum og stjórnendum undirverktaka samanber reglugerð númer 959/2012. Áætlaður kostnaður í þessu verki er um 200-300 milljónir króna með virðisaukaskatti. 

Forvalsgögn verða til sýnis og afhendingar hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, frá og með mánudeginum 14. janúar 2013. 
Skilafrestur þátttökutilkynninga hjá Framkvæmdasýslu ríkisins, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík er til kl. 16:00

Framkvæmdasýsla ríkisins

Útboðsnúmer: 6061030-F

Opnun tilboða: 28.1.2013