Uppsetning stoðvirkja í Hafnarhyrnu vegna Snjóflóðavarna á Siglufirði

Auglýsing til birtingar laugardaginn 9. mars 2013.

Uppsetning stoðvirkja í Hafnarhyrnu vegna Snjóflóðavarna Siglufirði

Útboð númer 15418

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd Fjallabyggðar, óskar eftir tilboðum í framkvæmdir við við uppsetningu stoðvirkja í Hafnrhyrnu á Siglufirði. Verkið felur í sér að setja upp stoðvirki úr stáli (snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, á upptakasvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í Norður - Fífladölum og Hafnarhyrnu/ Gimbrarklettum ofan byggðar á Siglufirði. Alls um 15.985 metrar. Uppsetning stoðvirkjanna skal vera í samræmi við reglur svissnesku snjóflóðarannsóknastofnunarinnar (WSL) ásamt séríslenskum viðbótarreglum við þær,. Verkið verður unnið á þremur sumrum, það er 2013 - 2015.

Helstu magntölur eru:
Stoðvirki (Dk 3,5 m (metrar)) 345 m 
Stoðvirki (Dk 4,0 m) 441 m 
Stoðvirki (Dk 4,5 m) 624 m 
Stoðvirki (Dk 175 m) 175 m 
Fótplötur (300x300 mm (millimetrar)) 138 stk. (stykki)
Fótplötur (300x300 mm) 138 stk. 
Fótplötur (635x630 mm) 388 stk. 
Fótplötur (800x800 mm) 38 stk.

Vettvangskönnun verður haldin 2. apríl  2013 klukkan 113.00 að viðstöddum fulltrúa verkkaupa.

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en september 2013.

Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á krónur 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík frá og með miðvikudeginum 13. mars 2013. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum 16. apríl 2013 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem sem þess óska.

- - -

Athygli er vakin á að hér er um að ræða uppsetningu 2. áfanga stoðvirkja Snjóflóðavarna á Siglufirði, en tvö minni útboð voru áður vegna 2. áfanga, það er í ágúst 2012 var boðinn út bráðabirgðavegur og í desember 2012 var auglýst efnisútboð (efni og framleiðsla).

Framkvæmdasýsla ríkisins

Útboðsnúmer: 15418

Opnun tilboða: 16.4.2013